Fara í efni

Greinasafn

Október 2020

STÓRFRÉTT!

STÓRFRÉTT!

DV slær því upp að SÁÁ sé að draga sig út úr Íslands-spila-vítishringnum. Baðamaður DV kveðst hafa þetta eftir heimildarmanni. Við bíðum spennt eftir fréttatímum á ljósvakamiðlum og á netmiðlunum að fá staðfestingu á þesari frétt.  Í umfjöllun DV segir m.a.... Hvorki heilbrigðisráðherra né menntamálaráðherra voru spurðar út í þetta í Silfri Sjónvarpsins í morgun né yfirlýsingar frá  Samtökum áhugafólks um spilafíkn   um spilakassa sem enn eru opnir þrátt fyrir tillögur sóttvarnarlæknis um hið gagnstæða. Við bíðum fréttatíma dagsins og morgundagsins og allra daganna  þar á ...

HVENÆR LES SIGRÍÐUR?

Sífellt meira á móti blæs margir hætta að anda Sigríður líklega orðin læs léttir þó nokkurn vanda. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.
HVENÆR LES SIGRÍÐUR?

HVENÆR LES SIGRÍÐUR?

Ég bíð þess spenntur að heyra Sigríði Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, blanda sér í stjórnarskrárumræðuna þar sem spurt er: Hvar er nýja stjórnarskráin? Enn sem komið er birtist ekki Sigríður Andersen á skjánum og hefði hún þó ríka ástæðu til þess. Með “nýju stjórnarskránni” hefði hún sloppið við allt argaþrasið við skipan í Landsrétt á sínum tíma. Hún fór þá ekki ...   

,,HERINN BURT‘‘

Herinn sig hafði burt hann er kominn aftur Verður víst um kurt   sá vandræða raftur. Vinstri græn virðast nú vera á undanhaldinu því leiðitöm og liðleg frú er liðhlaupi hjá Íhaldinu. Hörmuleg er andskotans hítin hér borga eigum íhaldsskítinn um þetta yrki lokunarstyrki er ríkistjórnin eitthvað skrítin? ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

LÖG UM VARNIR GEGN UPPLÝSINGAÓREIÐU OG ÓÞÆGILEGUM SKOÐUNUM

Lög um varnir gegn upplýsingaóreiðu og óþægilegum skoðunum 2021 nr. 505 17. júní kafli. Gildissvið, skilgreiningar og markmið Gildissvið. ■   1. gr. □ 1. Lög þessi gilda um hugsanir, upplýsingaóreiðu, óþægilegar skoðanir, og tjáningu óþægilegra skoðana, eins og þær eru skilgreindar í lögum þessum. ...
AÐ LÆRA AÐ GERA VEL

AÐ LÆRA AÐ GERA VEL

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 24/25.10.20. Fyrir ekki ýkja löngu sótti ég tónleika hjá tónlistarskólanum Allegro. Þetta voru fámennir tónleikar, enda ítrustu varúðarreglur viðhafðar á veirutímum. Músíkantarnir voru fáir, allir á leikskóla- og barnaskólaaldri. Áhorfendur voru einnig fáir. Með öðrum orðum, nánast stofutónleikar nema að húsakynnin voru engin smástofa heldur stór salur. En viti menn, þessi stóri salur varð ...  
HERINN BURT!

HERINN BURT!

Hér á landi verða næstu vikurnar 500 til 600 NATÓ hermenn til að æfa sig í stríði. Maður þarf að vera snöggur til þess að finna af þessu fréttir svo stutt stoppa þær við á miðlunum. Í þinginu ræðir þetta enginn. Alla vega ef svo á annað borð er, þá svo hljóðlega að ekki heyrist. Það er eitt að segjast í orði vera á móti NATÓ eins og VG segist ennþá vera en faðma síðan þetta hernaðarbandalag og fulltrúa þess að sér hvenær sem færi gefst.  Út úr því er ég fyrir löngu farinn að lesa: Ísland í NATÓ, herinn kjurrt. En látum nú vera þótt allir - eða allflestir – þingmenn ..

HÆGRI KRATAR VINSTRA MEGIN VIÐ VG?

Smáfrétt var nýlaga laumað út um að 21 ma mundi Pentagon verja í fyrsta áfanga stríðsundirbúnings á Vellinum. IAV strax valið í 6 ma verk- hlutann, aftur mætt í hermangið. VG er afar lúpulegt í meðvirkni sinni. Mjög er fyndin vöktun umhverfis þeirra, sem látast ekki sjá, að blásið er nú í herlúður af kjarnorkutröllum. Blástur úr beljurassi er áhyggjuefnið. Svo illa er komið fyrir eldri málefna- skrá VG að vandséð er, á hvaða grunni það appírat stendur nú. Svo langt er gengið að VG blasir við sem tannlaust viðrini, reikult sem ... Nonni

BAKKABÖLIÐ VERÐUR BÆTT !

Bakkakrísan frá 2018 sem leiddi til stórstrands 2020 er mörgum áfall. En böl má bæta, enda er framkomið nýstofnað HER/ÓP hf, frumkvöðull. Ónothæft kísilver stendur ókeypis til boða á Bakka, dýrt tengt rafkerfi og mikið landrými, allt ókeypis og einkafnot af Bakkagöngum fylgja ásamt opinberum stofnstyrkjum. Afar LÍFRÆN ræktun á valmúa í 50 ha gróðurhúsum á ónýttum iðnaðarlóðum á Bakka er nýtt plan HER/ÓP HF með aðstoð séfræðinga frá Afganistan og víðar frá erlendis. HER/ÓP HF hyggst umbreyta ónýtu kísilveri í úrvinnslustöð á valmúa- afurðum. Könnun leiðir í ljós að ...

STARFSLOKAFRUMVARP VONT FYRIR VINNUSTAÐINN

Algerlega er ég sammála þér Ögmundur að með afnámi 70-ára starfslokareglu hjá ríki og sveitarfélögum er verið að gera vinnustöðum, stjórnendum þar og vinnuandanum illt með þessu frumvarpi sem þú vísar í hér á síðunni. Þetta er vanhugsað. Ég þekki þetta af eigin raun sem stjórnandi á vinnustað sem er umhugað um góðan starfsanda. Forstöðumður