Fara í efni

FJÖLMIÐLAR STANDA SIG EKKI

Ég hlustaði á sjónvarpsrásina frá Alþingi í dag. Þar sá ég Guðlaug Þór, heilbrigðisráðherra, engjast einsog orm á öngli í tilsvörum um hvers vegna hann styddi brennivínsfrumvarp þeirra Sigurðar Kára, sjálfstæðismanns og Ágústs Ólafs, varaformanns Samfylkingarinnar, frjálshyggjustráka, sem vilja hefja sölu á bjór og víni í matvörubúðum.
Guðlaugi Þór finnst greinilega meira um vert að koma vel út sem trúverðugur stuttbuxnastrákur í frjálshyggjudeild Sjálfstæðisflokksins en að vera ábyrgðarmaður heilbrigðisþjónustunnar í landinu, sem leggst gegn frumvarpi um að markaðsvæða áfengissöluna. Guðalaugur Þór var lágreistur í umræðunni á þinginu í upphafi þingfundar í dag.
Er það kannski ástæðan fyrir áhugaleysi fjölmiðla á umræðunni að þeim hafi fundist að hlífa þyrfti ráðherrra og ríkisstjórn? Fannst þeim ef til vill það liggja í loftinu að hlífa ætti aðilum sem grensa á landamærum hins siðlega?  Vildu þeir hlífa ráðherra; eru fjölmiðlarnir  kannski hræddir – eða bara svona lélegir?
Kv.
Sunna Sara