Fara í efni

Greinasafn

Október 2007

OG SAT MEÐ BRETTUNUM HJÁ SUFFRAGETTUNUM

Um daginn áskotnaðist mér afrit af íslensku póstkorti sem er gefið út árið 1913 í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu kvenna í Búdapest.
BSRB ÁLYKTAR UM ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

BSRB ÁLYKTAR UM ORKUVEITU REYKJAVÍKUR

Stjórn BSRB hefur skorað á borgaryfirvöld í Reykjavík að ógilda þegar í stað samninga um sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy enda ekki rétt að þeim staðið.

Á AÐ GERA ÍSLAND ÓBYGGILEGT?

Ég get eiginlega varla ímyndað mér lengur hvernig aðstæður á Íslandi verða í framtíðinni. Ef að einhver hringir í slökkviliðið á hann þá von á því að verða spurður: " Hvernig viltu borga útkallið"? Eða ? Ég meina hvar hafa íslenskir stjórnmálamenn verið síðustu árin?  Er ekki kominn tími til að hætta leikaraskapnum og "stjórna" og gera það sem gera þarf áður en að eyjan verður orðin óbyggileg?Magnús JónssonÞakka bréfið.

VG, HÁEFFUN OG OFURLAUN

Jæja Ögmundur. Það eru allir svo frábærir í VG. Hvað finnst þér þá um hana Svanhildi þína Kaaber, sem samþykkti ofurlaun útvarpsstjóra? Verða kjarakröfur BSRB í samræmi við þetta? Eigum við ekki bara öll að fá 100% hækkun? Bjarni KristinssonFrá afstöðu Svanhildar Kaaber, sem sæti á í stjórn RÚV ohf., til launa Páls Magnússonar útvarpsstjóra,  hefur  verið greint opinberlega og vísa ég þar m.a.
ALMENNINGI GEFIÐ LANGT NEF

ALMENNINGI GEFIÐ LANGT NEF

Nýr meirihluti í Reykjavík hefur sett á fót stýrihóp til að fara í saumana á aðkomu Orkuveitu Reykjavíkur að samkrulli OR við fjárfestingarbraskara sem nú róa öllum árum að því að komast yfir almannaeigur í orkugeiranum og nýta þær sér til framdráttar í fjárfestingum á erlendri grundu.

SAMMÁLA KATRÍNU JAKOBSDÓTTUR

Ég er algerlega sammála því sem fram kom hjá Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni VG, í Silfri Egils í gær. Að sjálfsögðu er í lagi að Orkuveita Reykjavíkur fari í útrás að því gefnu að það gerist á samfélagslegum forsendum en ekki forsendum peningamanna sem stjórnast af þeirri hugsun einni að maka krókinn.

STUÐNINGUR ÚR KÓPAVOGI

Sæll vert þú Ögmundur Við sem vorum stuðningsmenn þínir í síðustu alþingiskosningum, lýsum yfir fullum stuðningi við andóf þitt og annarra þingmanna Vinstri grænna við tilraunir Sigurðar Kára og nokkurra annarra unglinga, til að koma víni og bjór inn í matvöruverslanir.
AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ AFLEIÐINGAR EIGIN VERKA

AÐ HORFAST Í AUGU VIÐ AFLEIÐINGAR EIGIN VERKA

Aldrei hef ég efast um heilindi Halldórs Blöndals, fyrrum alþingismanns, ráðherra og forseta Alþingis. Hann hefur ætíð unnið landi og þjóð af heilindum og samkvæmt bestu samvisku.
DÆMUM MENN AF VERKUM ÞEIRRA

DÆMUM MENN AF VERKUM ÞEIRRA

Í dag heyrðist nokkuð sérstæð frétt í útvarpi. Hlustendur fengu að heyra að Framsóknarmenn í Skagafirði hefðu ákveðið að beina því til flokks síns og Alþingis að ef þingmenn tækju upp á því að stunda nám jafnframt þingstörfum væri eðlilegt að kalla inn varamenn.
SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKUR Á FRJÁLSHYGGJU-STUTTBUXUM

SJÁLFSTÆÐIS/SAMFYLKINGARFLOKKUR Á FRJÁLSHYGGJU-STUTTBUXUM

Heilbrigðisráðherra þjóðarinnar, Guðlaugur Þór Þórðarson kom fram í öllum ljósvaka-fjölmiðlum landsmanna í kvöld, að því er mér heyrðist, til að lýsa yfir stuðningi við brennivínsfrumvarp frjálshyggjudeildar Sjálfstæðis/Samfylkingarflokksins.