Fara í efni

Greinasafn

Nóvember 2022

Á EINELTISVAKTINNI MÁ ALDREI SOFNA

Á EINELTISVAKTINNI MÁ ALDREI SOFNA

... Þess vegna má aldrei sofna á vaktinni eins og segir í millifyrirsögn áhrifaríkrar blaðagreinar eftir Kolbrúnu Baldursdóttur, sálfræðing og fulltrúa Flokks fólksins í Reykjavík. Hún birtir í dag af tilefni dagsins tvær verulega góðar greinar, annars vegar í Morgunblaðinu og hins vegar í Fréttablaðinu.  Ég hvet alla til að lesa þessar greinar ...
UM EINELTI Í SELTJARNARNESKIRKJU

UM EINELTI Í SELTJARNARNESKIRKJU

Eftirfarandi er hugvekja sem ég flutti um einelti í Seltjarnarneskirkju í dag: Hvorki illska heimsins né heimska illskunnar er ný af nálinni. Við komum öll auga á illskuna – jafnvel þótt við sjáum hana ekki alltaf sjálf af eigin rammleik þá gerum við það þegar á það er bent. Eins er það með heimsku illskunnar að hana skiljum við þegar öll kurl eru komin til grafar ...

ÞAÐ SEM UM ER BARIST

Þrungin spenna þarna en Þeir vilja báðir valdið Gulli Þórðar og Bjarni Ben berjast nú um íhaldið. Höf. Pétur Hraunfjörð.
HUNDRAÐ ÁRA ÖLDUNGUR FYRIR ÖLDUNGA

HUNDRAÐ ÁRA ÖLDUNGUR FYRIR ÖLDUNGA

Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 05/06.11.22. ... Og nú er öld liðin frá stofnun Grundarheimilanna. Óskandi væri að sú öld hefði öll verið fram á við. Það var hún lengi vel og afturhaldið ekki forsvarsfólki Grundar að kenna. Nú þarf að berjast á ný fyrir bjartri framtíð eins og hugsjónafólkið gerði fyrir hundrað árum. Grundarfólki sendi ég hamingjuóskir á stórafmælinu og þakkir fyrir mikilvægt framlag til samfélagsins í hundrað ár ...

SÖR GULLI?

Á landsfundi verður líf og fjör líka barist um valdið því Gulli Þórðar vill verða sör og reisa við íhaldið. Höf. Pétur Hraunfjörð.
RAUÐI ÞRÁÐURINN KYNNTUR Á LAUGARDAG

RAUÐI ÞRÁÐURINN KYNNTUR Á LAUGARDAG

...  Útgefandinn, bókaútgáfan Sæmundur, býður til bókamessu í Safnaðarheimili Grensáskirkju (Háaleitisbraut 66 í Rv.) laugardaginn 5. nóvember næstkomandi kl. 14-17. Þar hefur mér verið boðið að lesa úr   Rauða þræðinum . Ég hef að sjálfsögðu þegið það boð   og býð ykkur sem þetta lesið að líta við.   Ég les upp um klukkan þrjú en þarna ...

KÆRLEIKSBLÓM OG ILLGRESI

Aflóga gömul geymsla á útlægum íslenskum börnum, síðar ellihæli sem líka þurfti með valdboði að loka vegna ills aðbúnaðar vistmanna, Kumbarvogur er nafnið. Útkamrar einkenna skrifstofukompur við Borgartún í Reykjavík, sem óhæfar teljast sem bústaður manna. Illa haldin iðnaðarpláss og skemmur hér og þar, jafnvel gamlar verbúðir ...