Fara í efni

Greinasafn

Júlí 2010

BRENNT BARN FORÐAST ELD EÐA HVAÐ??

Til stendur að skipta Orkuveitu Reykjavíkur upp í OR dreifingu og OR framleiðsla eða eitthvað í þá átt. Við sjáum nú hver niðurstaða svipaðrar skiptingar hjá Orkuveitu Suðurnesja varð.

ÞÖRF Á NÝRRI FORGANGSRÖÐUN

Fyrir alllöngu síðan fannst mér að sökum ýmissa afleikja ríkisstjórnarinnar væri fokið í svokölluð flest skjól.

SAMMÁLA ÞORLEIFI

Sæll Ögmundur. Þorleifur Gunnlaugsson skrifaði: "Ráðherra í vinstri stjórn sem ekki nýtir sér lagaákvæði sem þetta til að verja landið fyrir ágangi alþjóðlegra fjármagnseigenda sem í engu munu gæta hagsmuna landsmanna, hlýtur að þurfa að hugsa sinn gang.
Fréttabladid haus

ESB OG LÝÐRÆÐIÐ

Birtist í Fréttablaðinu 15.07.10.. Hannes Pétursson, rithöfundur, skrifar grein í  Fréttablaðið um síðustu helgi.

SAMFYLKINGIN AÐ KLOFNA?

Sæll Ögmundur.. Ríkisútvarpið, sem þú verð langt út fyrir hið óendalega, kemur þrátt fyrir allt ennþá á óvart.

VILL EKKI LÁTA ÓTTANN STÝRA FÖR

Þeir sem eru eldri en tvævetur muna að þessi ríkisstjórn nokkurskonar rótarskot Samylkingar frá þeirri stjórn sem Ingibjörg Sólrún og Geir leiddu.

VERÐUM EKKI EINSOG SOVÉT!

Sæll Ögmundur. Fyrir nokkrum árum sendi ég þér smá póst um mál sem voru mér ofarlega í huga. Þú brást vel við og svaraðir fljótlega.

HVAÐ Á AÐ KOMA Í STAÐINN?

Hvað ef Magma Energy Sweden Aktie Bolag væri ekki skúffufyrirtæki? Er það eitthvað betra? Segðu okkur frekar hvernig við eigum að leysa málið í stað þess að benda á skúffur og skrifborð.

STJÓRNIN AÐ BREGÐAST

Kæri Ögmundur..... . Ég er fullkomlega sammála þér þegar þú segir að staða Magma á Íslandi sé byggð á skúffufyrirtæki og loddaraskap og að það eigi að stöðva kaup þess á HS Orku, og banna því starfsemi á Íslandi!  . Ég er sammála Svandísi Svavarsdóttur um að ólöglegur loddaraskapurinn nái langt inní ríkisstjórn Íslands!. Ég er sammála Atla Gíslasyni að VG hafi brugðist skyldum sínum í ríkisstjórn gagnvart Magma! Ásamt á fjölda öðrum sviðum!. Ég er sammála Björk Sigurgeirsdóttur að það eigi að banna eign og starfssemi Magma Energy á Íslandi þar sem það er byggt á svikum og farið sé á svig við íslensk lög!  . Ég virði viðleitni Margrétar Tryggvadóttur að vilja leita til eftirlitsstofnunar EFTA þar sem lög og reglur þeirra hafa verið brotnar með skúffufyrirtæki Magma í Svíþjóð, en ég er einart á móti verunni í EES og vil að við Íslendingar göngum úr því!  Ég tel yfirgnæfandi nægilegt að styðjast við íslensk lög og hagsmuni íslensku þjóðarinnar!. Ég tel að það verði að draga alla þá meintu glæpamenn ríkisstjórnarinnar sem ráðlögðu Magma að fara á svig við íslensk lög og grundvallarhagsmuni íslensku þjóðarinnar til að eignast orkufyrirtæki á Íslandi!  Hér er um að ræða mikið meiri glæp en beint athæfi Magma, sem hagar sér einfaldlega samkvæmt lögmálum annarra alþjóða auðfyrirtækja við arðrán náttúruauðæfa í þrælspiltum þriðjaheims löndum! . Ég er mjög hneigður að þjóðaratkvæðagreiðslum í mikilvægum og tvísýnum málum, en tel hér ekki vera tvísýnt mál.

TEKJUR OG SKULDIR

Alveg magnaðir sleggjudómar hjá þér Ögmundur,ef rétt er haft eftir þér að hálaunafólk skuli borga meira eða koma sér í burtu af eyjunni ÞINNI !! grænu.