Fara í efni

Greinasafn

Janúar 2005

EFTIRLAUNAFRUMVARPIÐ VINDUR UPP Á SIG

Á sínum tíma fylgdist fólk agndofa með hinu fræga (að endemum) eftirlaunafrumvarpi þeirra Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar sem var sérsniðið fyrir ráðherra og alþingismenn.

FRÁ ÖRBIRGÐ TIL ATHAFNA

Langt og farsælt samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn hefur borið ríkulega ávexti. Af mörgu er að taka en ég vil að þessu sinni vekja athygli á róttækri tilraunastarfsemi stjórnarinnar í málefnum þeirra sem þurft hafa á virkilegu stuðningsátaki að halda í lífsins þrengingum.

HVERT ER HLUTVERK FJÖLMIÐLA Í ÍRAKSDEILUNNI?

Hlutverk fjölmiðla í Íraksdeilunni hlýtur að vera hið sama og í öllum málum, það er að gera grein fyrir mismunandi sjónarmiðum og stuðla að því að sannleikurinn komi í ljós í hverju máli eftir því sem mögulega kostur er.

KALLAÐ EFTIR UMRÆÐU UM ALDURSTENGDAR LÍFEYRISGREIÐSLUR

Á stjórnarfundi BSRB sl. föstudag kom fram að ASÍ og SA hafi ákveðið að beina því til lífeyrissjóðanna að taka upp lífaldurstengdar lífeyrisgreiðslur.
PALESTÍNA

PALESTÍNA

Við kynþátttamúrinn. Í framhaldi af umfjöllun um Palestínu hér á síðunni í tengslum við för okkar Eiríks Jónssonar, formanns Kennarasambands Íslands og Borgþórs Kjærnested (skipuleggjanda ferðarinnar fyrir hönd fél.

EKKI ÖLL Í SAMFYLKINGUNNI – SEM BETUR FER !

Í hádegisfréttum RÚV í dag var haft eftir mínum ágæta félaga Gylfa Arnbjörnssyni, framkvæmdastjóra ASÍ, að verkalýðshreyfingin muni fylkja sér að baki formanni Samfylkingarinnar hver sem hann verði.

VELKOMINN Í HÓPINN EINAR ODDUR!

Einar Oddur Kristjánsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, hvatti til þess í fjölmiðlum í dag að ríkisstjórnin hætti við að sækjast eftir sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna fyrir Íslands hönd eins og unnið hefur verið að.

TRÚVERÐUGLEIKI FORSÆTISRÁÐHERRA Í HÚFI: HVAÐ SAGÐI HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Á FUNDI UTANRÍKISMÁLANEFNDAR 19. FEBRÚAR 2003?

Formaður utanríkismálanefndar Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, segir í viðtali við Fréttablaðið í dag að leynd verði ekki aflétt af fundargerðum utanríkismálanefndar Alþingis.
HVAÐ ERU STAKSTEINAR MORGUNBLAÐSINS AÐ SEGJA OKKUR?

HVAÐ ERU STAKSTEINAR MORGUNBLAÐSINS AÐ SEGJA OKKUR?

"Af hverju eru ljósvakafjölmiðlarnir að leggja Framsóknarflokkinn í einelti vegna Íraksstríðsins?" Þannig spyrja Staksteinar Mogga í gær.

VANDAÐRI VINNUBRÖGÐ Í SAMFYLKINGUNNI?

Mikið er ég sammála Þórunni Sveinbjarnardóttur alþingiskonu í útvarpsfréttum í gær að þörf sé á vandaðri vinnubrögðum í Samfylkingunni.