
FLOTT SVANDÍS!
10.11.2007
Hef dvalist utan lands undanfarna daga. Fengið fréttir í síma, í gegnum sms, og í tölvupósti. Öll skilaboð hafa gengið út á eitt: Flott Svandís! Hún hafi talað máli okkar félagshyggjufólks eins vel og kostur er hvar sem hún hafi komið fram, hvort sem er í umræðum í Ráðhúsi eða í fjölmiðlum, útvarpi, sjónvarpi eða blöðum.