Fara í efni

ÉG BIÐST AFSÖKUNAR

Ég skrifaði þér bréf sem birtist hér á heimasíðunni nýlega undir fyrirsögninni, Óviðurkvæmileg fyrirsögn. Þótti mér ekki við hæfi að sýna Samfylkinguna sem drit-skellu sem gekk niður af Sjálfstæðisfálkanum þegar hann var í þann veginn að læsa einkavæðingarklóm sínum í þak Landspítlans, að þessu sinni til að einkavæða störf aðþrengdrar kvennastéttar, læknaritara.  Mér þótti Samfylkingunni gert rangt til, hún myndi aldrei samþykkja slíkt. Þetta taldi ég víst. Í dag hlustaði ég svo á fulltrúa Samfylkingarinnar verja eikavæðingaráform Guðlaugs Þórs heilbrigðisráherra Íhaldsins. Hentistefnan á fullu! Ásta R. Jóhannesdóttir Samfylkingarþingkona sagði að „vélritunarstörf" mætti vista hvar sem væri. Það væru óstaðbundin störf! Var einhver að tala um persónuvernd? Ekki Samfylkingin. Var einhver að tala um kjör kvennastéttar? Ekki Samfylkingin. Ef eitthvað þá  var fuglaskíturinn í líki Samfylkingarinnar of smár. Eða var hann kannski of stór? Spurning um túlkun. Smáa sál eða mikinn skít. Fyrirgefðu orðbragðið Ögmundur, en svona líður mér. Annars var tilefnið að biðjast afsökunar á að gagnrýna aðför að Samfylkingunni. Það var engin aðför, heldur lýsing á veruleikanum
Grímur