Ekki er séð fyrir endann á því ferli sem þáverandi ríkisstjórn setti af stað með því að selja hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga með því skilyrði að einkaaðili keypti hlutinn.
Morðið á Benazir Bhúttó í Pakistan hefur, einsog við mátti búast, vakið heimsathygli. Hinn gamalreyndi fréttamaður og fréttaskýrandi, Bogi Ágústsson, var mættur á skjáinn í fréttatíma RÚV í kvöld með umfjöllun um atburðinn og líklegar afleiðingar.
Sæll Ögmundur, . Rakst á umræðu frá 4. apríl 2005 hjá þér þar sem lesandi sendi inn hugleiðingu varðandi " fasteignabrask bankanna " sá þó engin svör eða frekari umræðu.
. Á Íslandi hefur efnaleg misskipting aukist hröðum skrefum á undanförnum árum. Rök má færa að því að félagslegra áhrifa sé þegar farið að gæta og að við stefnum í átt að samfélagi mismununar á mörgum sviðum þjóðlífsins.
Ungur var ég að árum þegar ég las ljóð Einars Benediktssonar, Einræður Starkaðar, og enn hefur sá mannúðar boðskapur sem þar er að finna ekki liðið mér úr minni.