Heilbrigðisráðherrann, Guðlaugur Þór Þórðarson, kom fram í sjónvarpsfréttum í dag til að lýsa því yfir að ég væri að sá fræjum tortryggni þegar ég héldi því fram að verið væri að einkavæða innan heilbrigðiskerfisins.
Fyrir nokkrum árum átti ég þess kost að heimsækja háskólann í Minneapolis í Minnesota Í Bandaríkjunum. Skólinn þykir mjög góður og eflaust eru þar uppi draumar einsog á fleiri bæjum að verða „ einn af hundrað bestu háskólum í heimi".
Hvernig skýrir þú fylgi ríkisstjórnarinnar, en samkvæmt skoðanakönnunum er það meira en í síðustu kosningum? Það er með ólíkindum hve mikið fylgi stjórnarflokkanna er samkvæmt könnunum sem birst hafa að undanförnu.
Egill Helgason hefur náð því sem Mogginn hefur náð fyrir löngu: Maður verður eiginlega að sjá þáttinn. Það þýðir ekki að maður sé alltaf 100% sáttur - ekkert fremur en að maður sé alltaf sáttur við Moggann.
Ég hlustaði á Silfur Egils í dag. Álver, álver, álver, mér sýnist þetta vera það eina sem Sjálfstæðisflokki dettur í hug, sem svar við samdrætti í efnahagslífinu.
Í dag lauk tveggja daga flokksráðsfundi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs. Á fundinum fóru fram líflegar umræður en fyrir fundinum lágu fyrir drög að ályktunum um efnahags- og stóriðjumál, kjaramál, heilbrigðismál, sjávarútvegsmál og varnar- og utanríkismál.
Hinn 15. febrúar skrifar þú pistil hér á síðuna undir spyrjandi fyrirsögn, Á Sóltúnstaxta? Tilefnið var fréttamannafundur sem Guðlaugur Þór, heilbrigðisráðherra, efndi til með forstöðufólki Heilsuverndarstöðvarinnar ehf.