Fara í efni
Alþjóðadómstóllinn Haag

MANNRÉTTINDI TIL UMRÆÐU Í ALÞJÓÐADÓMSTÓLNUM Í HAAG

Í vikunni var mér boðið að sækja, og reyndar einnig stjórna, ráðstefnu sem haldin var á vegum Institute of Cultural Diplomacy í samvinnu við Alþjóðadómstólinn í Haag í Hollandi en ráðstefnan fjallaði um  mannrétti og alþjóðarétt: "An Interdisciplinary Analysis of the Role of International Law in Promoting Human Rights.". Á fjórða tug mjög áhugaverðra fyrirlestra voru haldnir á ráðstefnunni en fyrirlesarar voru þingmenn víðs vegar að úr Evrópu sem hafa látið mannréttindi til sína taka, fræðimenn frá nokkrum Evrópulöndum, að ógleymdum dómurum bæði við Alþjóðadómstólinn í Hag, þar á meðal forseti og varaforseti dómstóldins og  dómarar við Alþjóðaglæpadómstólinn og aðrir aðilar innan þessara stofnana.. Dómararnir sem töluðu á ráðstefnunni komu frá öllum heimshornum og var fróðlegt að hlýða á mál þeirra og hvernig þeir mátu þróun mála.Bjartsýni var ríkjandi að heimurinn væri að þoka sér fram á við í þessum efnum þrátt fyrir erfiðleika sem við væri að etja vegna vaxandi spennu í alþjóðasamskiptum.Í hálfa öld var heiminum haldið nánast í gíslingu af Kalda-stríðs stórveldum og voru hryllileg ódæðisverk látin óátalin af þessum sökum.
MBL- HAUSINN

VALD TIL SÝNIS

Birtist í helgarblaði Morgnblaðsins 01.02.15.. Nýlega kom ég í Colosseum, fjölleikahús Rómverja til forna. Það rúmaði á sinni tíð sjötíu þúsund áhorfendur.

PASSAMÁLA-RÁÐHERRA FÆR STUÐNING

Mér sýnist og heyrist í fjölmiðlum að fyrsti flutningsmaður frumvarpsins um að koma brennivíni í matvörubúðir og náttúru-passa-mála-ráðherrann hafi náð saman um þingmál hvors annars.

UNDARLEG VINNUBRÖGÐ

Ragnheiður Elín Árnadóttir, ferðamálaráðherra, hefur haft tvö ár til að undirbúa gjaldtöku á ferðamenn. Nú segir hún á Alþingi að þar sé nú afurðin af vinnu hennar komin fram, frumvarpið um náttúrupassa.

Á EFTIR AÐ FARA Í KERIÐ

Ég sakna þess í umræðunni um náttúrupassann að ekki sé tekið harðar á ólöglegri innheimtu við Kerið í Grímsnesi þar sem enn er rukkað og á öðrum stöðum þar sem ólöglega var rukkað síðastliðið sumar.
Evrópuráðið - small

ER EVRÓPURÁÐIÐ AÐ GLEYMA HLUTVERKI SÍNU?

Á þingfundi Evrópuráðsins á miðvikudag var ákveðið að svipta Rússland enn atkvæðisrétti í Evrópuráðinu og framlengja með því  ástand sem varað hefur síðan í apríl á síðasta ári.
París - blóm - small

VOÐAVERKIN Í PARÍS OG VELFERÐ TIL UMRÆÐU Í STRASBOURG

Á þingi Evrópuráðsins sem situr þessa dagana í Strasbourg hefur að venju verið rætt um velferðarmál og er þetta þing þar engin undantekning.
Landvernd - lógó

TEKIÐ UNDIR MEÐ LANDVERND

Undafarna daga hafa alþingismenn fengið senda áskorun frá Landvernd í nafni fjölda einstaklinga, um að hafna áformum  meirihluta atvinnuveganefndarAlþingis um að færa fjórar virkjanahugmyndir úr biðflokki í virkjanaflokk rammaáætlunar. Í áskoruninni segir að tillaga meirihlutans sé "aðför að lýðræðislegum og faglegum vinnubrögðum sem Alþingi sjálft hefur sett lög og reglur um.
DV - LÓGÓ

LEKAMÁLIÐ OG FJÖLMIÐLAR

Birtist í DV 27.01.15.. Mörgum þótti nóg um þráhyggju DV í lekamálinu svokallaða sem í haust leiddi til afsagnar fyrrverandi innanríkisráðherra og nú síðast áfellisdóms embættis umboðsmanns Alþingis um óeðlileg afskipti ráðherrans af rannsókn þessa máls.
Lekinn 23.1.2015

LEKAMÁL Á OPNUM FUNDI STJÓRNSKIPUNAR- OG EFTIRLITSNEFNDAR ALÞINGIS

Umboðsmaður Alþingis hefur nú kynnt niðurstöður sínar í svokölluðu lekamáli sem í haust leiddi til afsagnar innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur.