Sæll Ögmundur. Menn hafa ekki viljað ræða verkföllin hjá heilbrigðisstéttunum. Það kemur mér á óvart. Þessi verkföll eru mjög óvægin og ekki skánar þetta með verkfalli hjúkrunarfræðinga.
Okkur er nú sagt að enn eigi eftir að mæla veðurfar á Bessastaðanesi og Lönguskerjum. Það kemur meðal annars fram í svari Innanríkisráðuneytisins við spurningum mínum varðandi störf nefndarinnar sem ríki og borg ásamt Icelandair group settu á laggirnar eftir stjórnarskiptin til að kanna hvar mætti koma Reykjavíkurflugvelli fyrir til framtíðar.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 23/24.05.15.. Á Alþingi hafa nú staðið deilur um það hvort taka eigi tiltekna virkjunarkosti og setja þá í svokallaðan nýtingarflokk Rammaáætlunar.
Þegar þau leggja saman Andrés Björnsson, fyrrverandi útvarpsstjóri, séra Gunnar Kristjánsson, fyrrum prófastur á Reynivöllum í Kjós, Þuríður Pálsdóttir óperusöngkona, Gunnar Stefánsson, dagskrárgerðarmaður hjá Ríkisútvarpinu til áratuga og Matthías Johannessen, skáld og fyrrverandi ritstjóri, þá er varla við örðu að búast en eðalefni.
Auðvitað á að haga kjaraviðræðum þannig að þær fari stöðugt fram allan ársins hring með skipulegum hætti þannig að reynt verði að ná niðurstöðu ÁÐUR en kjarasamningar eru lausir.
Ég sá einhvers staðar að Styrmir Gunnarsson hefur bæst í hóp þeirra sem vilja lögbundin lágmarkslaun. Heldur hann og þau sem tala þessu mali, að meirihluti Alþingis sé tilbúinn að lögleiða 300 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði einsog Starfsgreinasambandið berst nú fyrir? Nei, þessar ákvarðanir eiga að vera í höndum fólksins sjálfs og háð baráttu þess en ekki ekki reglustrikumál stjórnsýslu og stjórnmála.
„Lífeyrissjóðirnir, sem eru eign almennings, ættu ekki að fjárfesta í einkarekinni heilbrigðisþjónustu. Við erum alfarið á móti því og tala ég þá fyrir hönd BSRB.