
VIÐ EÐA HRÆGAMMARNIR?
08.03.2015
Í síðasta tölublaði DV kemur fram að blaðið hefur undir höndum skrá yfir kröfuhafa í þrotabú Glitnis. Þar kemur fram að vogunarsjóður í eigu George Sorosar, þess hins sama og frægur varð að endemum fyrir að fella breska pundið árið 1992 og hagnast við það um gríðarlegar upphæðir á spákaupmennsku sinni , hafi keypt af spákaupmönnum af sama sauðahúsi, Burlington Loan Management, kröfur i Glitni sem nemi 44 milljörðum.