Fara í efni

Greinasafn

Apríl 2010

HVERS VEGNA EKKI GENGIÐ HARÐAR FRAM?

Sæll Ögmundur og takk fyrir skeleggt framlag til umræðunnar og þjóðmálanna almennt. Ég og margir fleiri höfum skrifað greinar í blöð og í blog í mörg ár, langt aftur fyrir hrun um spillinguna í samfélaginu en ekkert virtist hægt að gera, sjá blogg mitt: siggisig.blog.is Nú eruð þið í ríkisstjórn, Hvers vegna hafið þið ekki gengið harðar fram í að hreinsa til í kerfinu? Hvers vegna voru eignir auðmanna ekki kyrrsettar strax í upphafi? Hvað ætla Vinstri grænir að gera til að hreinsa til? Ég held að þú sérst með svör á reiðum höndum fyrir þína hönd en mér sýnist lítið mjakast að koma böndum á vitleysuna.
Í LEIKRITI EFTIR IBSEN?

Í LEIKRITI EFTIR IBSEN?

Á morgun verður birt skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis. Lögreglan segist verða í viðbragðsstöðu, biskup þjóðkirkjunnar hefur sent prestum og djáknum bréf þar sem hann hvetur til þess að söfnuðir kaupi eintak af skýrslunni og láti liggja frammi í safnaðarheimilum.

ÞÖRF Á ÞJÓÐVARNAR-FLOKKI

Kæri Ögmundur.... Ég vil þakka fyrir sérstaklega góða grein Björns Jónassonar bróður þíns á vefsíðunni, hún hittir beint í mark á fjölda sviðum og ætti að vera öllum sem hafa áhuga á þjóðmálum að lesa vel og vandlega.  Hún ræðir um heilmikið grundvallarmál í stuttri grein.. Ég er einnig sammála flestu í lesendabréfadálknum undanfarið!. Flestir eru nú búnir að gera sér óþjóðlegt undirferli Samfylkingarinnar ljóst, enda fer ekki á milli mála.

ER VERIÐ AÐ FIKTA Í FRÉTTUM?

Sæll Ögumundur.. Bestu þakkir fyrir gömul og ný kynni. Mig langar til að spyrja: Er verið að innleiða ritskoðun í landinu í skjóli skuggalegra niðurstöðu hrunskýrslunnar? Hvar er Davíð Oddsson niðurkominn núna? Er hann virkilega flúinn úr landi? Á dögunum birtist á vefmiðlinum visir.is frétt um að Davíð Oddsson væri flúinn úr sprungunum við Rauðavatn og meira að segja alla leið úr landi.

MÁ ÉG LÍKA?

Um daginn bað ég ákveðinn þingmann um að stela fyrir mig Kjarvalsmálverki úr þinghúsinu. Slíkt gæti ég fénýtt strax, eða notað til heimilsskrauts hjá mér.

HVAÐ VAKIR FYRIR RÁÐHERRUNUM?

Heill og sæll Ögmundur.. Ég varð all undrandi þegar ég heyrði, sá og las í fréttum að forsætisráðherra og fjármálaráðherra væru að snupra skilanefnd gamla Glitnis fyrir að stefna pörupiltum fyrir rétt vegna horfinna milljarða úr sjóðum bankans.

EKKERT BREYST?

Í vikunni komu fréttir um það að hagnaður Landsbankans hefði verðum rúmir 14 milljarðar á síðasta ári. Hrollur fór um mig þegar ég las þetta því tölurnar minna svo svakalega mikið á tölur bankanna frá því að "bankaveislan" mikla stóð sem hæst.
TÖLDU SIG STUNDA SPILLINGU Í FULLUM RÉTTI

TÖLDU SIG STUNDA SPILLINGU Í FULLUM RÉTTI

Greining Björns Jónassonar í Frjálsum pennum hér á síðunni vekur margar ögrandi spurningar og svarar mörgum þeirra - á sannfærandi hátt.

EKKI BETRI BEIT Í BOÐI AGS

Hálfsannleikurinn, konungurinn í ríki lyginnar hefur nú gert víðreist innan ríkisstjórnarinnar. Við lesum úr ræðum ráðamanna hugmyndafræði sem er svo illa framsett að maður veltir fyrir sér hvort metnaður viðkomandi til friðar og sannleiks sé endanlega fyrir borð borinn.

GENGUR HÆGT HJÁ LANDSVIRKJUN

Heill og sæll Ögmundur.. Á dögunum var ársfundur Landsvirkjunar. Ósköp gengur hægt að gera ársreikninga Landsvirkjunar aðgengilega fyrir venjulegt fólk.