HVERS VEGNA EKKI GENGIÐ HARÐAR FRAM?
12.04.2010
Sæll Ögmundur og takk fyrir skeleggt framlag til umræðunnar og þjóðmálanna almennt. Ég og margir fleiri höfum skrifað greinar í blöð og í blog í mörg ár, langt aftur fyrir hrun um spillinguna í samfélaginu en ekkert virtist hægt að gera, sjá blogg mitt: siggisig.blog.is Nú eruð þið í ríkisstjórn, Hvers vegna hafið þið ekki gengið harðar fram í að hreinsa til í kerfinu? Hvers vegna voru eignir auðmanna ekki kyrrsettar strax í upphafi? Hvað ætla Vinstri grænir að gera til að hreinsa til? Ég held að þú sérst með svör á reiðum höndum fyrir þína hönd en mér sýnist lítið mjakast að koma böndum á vitleysuna.