Fara í efni

EKKERT BREYST?

Í vikunni komu fréttir um það að hagnaður Landsbankans hefði verðum rúmir 14 milljarðar á síðasta ári. Hrollur fór um mig þegar ég las þetta því tölurnar minna svo svakalega mikið á tölur bankanna frá því að "bankaveislan" mikla stóð sem hæst. Hverjar eru skýringarnar á þessum mikla hagnaði, sem nægði t.d. til að halda uppi fullri þjónustu í heilbrigðiskerfinu frá því sem nú er fyrirhugað og vel það? Er þetta raunverulegur gróði? Ef svo er þá hlýtur bankinn annað hvort að geta létt myndarlega undir með viðskiptavinum sínum (skuldurunum) eða lagt ríflegar summur til samfélagsins. En einhvern veginn hefur maður á tilfinningunni að þessar hagnaðartölur byggist á svipuðum bókhaldsbrellum og tíðkuðust á útrásartímanum, þ.e. að ekkert hafi breyst.
Jón Torfason