Fara í efni

HVERS VEGNA EKKI GENGIÐ HARÐAR FRAM?

Sæll Ögmundur og takk fyrir skeleggt framlag til umræðunnar og þjóðmálanna almennt. Ég og margir fleiri höfum skrifað greinar í blöð og í blog í mörg ár, langt aftur fyrir hrun um spillinguna í samfélaginu en ekkert virtist hægt að gera, sjá blogg mitt: siggisig.blog.is Nú eruð þið í ríkisstjórn, Hvers vegna hafið þið ekki gengið harðar fram í að hreinsa til í kerfinu? Hvers vegna voru eignir auðmanna ekki kyrrsettar strax í upphafi? Hvað ætla Vinstri grænir að gera til að hreinsa til? Ég held að þú sérst með svör á reiðum höndum fyrir þína hönd en mér sýnist lítið mjakast að koma böndum á vitleysuna. Við, fjölskyldurnar í landinu þurfum dag eftir dag, núna nær tveimur árum eftir hrunið, að horfa uppá allskonar gróðapúnga og gæðinga, kúlulánaþega og allskyns vitleysinga vaða í peningum almennings og stinga af með þetta í einu eða öðru formi. Þetta fólk, þessir glæpamenn (og sundum konur) fær endalausar afskriftir meðan almenningur er algerlega undir hælnum á innheimtumönnum. Þar er sko ekki verið aðafskrifa. Hvað finnst þér um þetta? Hvers vegna hefur núerandi stjórn ekki sett þetta í forgang að ná utanum þetta hrun og taka á þessum vitleysingum?
Sigurður Sigurðsson

Þakka bréfið. Það er rétt, að lítið hefur frést af rannsókn á hinum raunverulegu glæpamálum. Það er ekki þar með sagt að þar sé ekkert að gerast. Hef trú á að þar sé allt í sæmilega góðum farvegi. Hitt er einnig í stöðugri skoðun og framkvæmd, hvernig hægt er að koma til móts við skuldsettar fjölskyldur. Sjálfur á ég sæti í efnahags- og skattanenfnd og fylgist grannt með störfum viðskiptanefndar undur formennsku Lilju Mósesdóttur. Í þessum nefndum eru bankarnir í athugun þessa dagana með fyrrgreind markmið í huga.
Kv.
Ögmundur