Birtist í Fréttablaðinu 29.07.06.Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs hefur skorað á íslensk stjórnvöld að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva frekari manndráp og eyðileggingu í Líbanon og hefur þingflokkurinn í því sambandi minnt á að öll ríki Sameinuðu þjóðanna geti haft áhrif í þessu efni.
Ávarp fyrir framan bandaríska sendiráðið á opnum fundi sem Herstöðvaandstæðingar boðuðu til.Hverjir styðja tafarlaust vopnahlé í Miðausturlöndum? Það eru Sameinuðu Þjóðirnar, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Spánn, Grikkland, Jórdanía, Rússland, Saudi Arabía, Egyptaland, Kanada, Kýpur og mörg fleiri ríki – nú fyrir stundu bættist Ísland í þennan hóp.
Heill og sæll Ögmundur.Ég var á útifundinum við sendiráð Bandaríkjanna á Laufásvegi í kvöld og klappaði þegar þú fagnaðir því að ríkisstjórn Íslands krefðist vopnahlés í Líbanon.
Sæll Ögmundur. Þakka greinaskrifin um ofbeldið gegn Palestínumönnum og innrásina í Líbanon. Sérstaklega var ég ánægður með bréf þingflokks VG til forseta ísraelska þingsins.
Kæri Ögmundur. Hvernig líst ykkur á að hefja aðildarviðræður um kosti og galla evru og sjá svo til eða vitið þið kannski allt um evru? Bestu kveðjur.Jón ÞórarinssonHeill og sæll Jón og þakka þér fyrir bréfið.
Menn setur hljóða við fréttir af hryðjuverkum Ísraela í Líbanon. Engu betra er að hlusta á fulltrúa verndara þeirra, Bandaríkjanna, réttlæta morðin og mannréttindabrotin eins og Bush Bandaríkjaforseti og Condoleeza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa gert.