Ólína, góðvina þessarar síðu, nánast fastapenni í lesendadálki, setur fram mjög umhugsunarverða spurningu, sem er meira en þess virði að menn hugleiði.
Nýlega birti Deloitte úttekt sína á Strætó bs samkvæmt beiðni stjórnar fyrirtækisins. Sannast sagna er alltaf ástæða til að leggja við hlustir þegar slíkar úttektir líta dagsins ljós því oftar en ekki virðast þær sniðnar að fyrirfram gefnum niðurstöðum.
Hvers vegna tapar maður í prófkjöri Íhaldsins sem ber höfuð og herðar yfir mótframbjóðendur sína hvað varðar vitsmuni og atgervi? Það gerir Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, sem ekki nær öðru sæti eins og hann vildi en hafnar í því þriðja sem hann vildi ekki.