Afleitt er þegar læknar og hjúkrunarfólk ruglar saman starfi sínu innan heilbrigðiskerfisins annars vegar og löngun til að græða peninga í bisniss hins vegar.
Sæll Ögmundur. Mér finnst ótrúlegt að sumir þingmenn Samfylkingarinnar hafi greitt atkvæði með Kárahnjúkavirkjun þrátt fyrir skort á upplýsingum, þeir hefðu betur greitt atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun vitandi það að það skorti upplýsingar en ég er ánægður með að VG greiddu atkvæði gegn Kárahnjúkavirkjun.
Ég er sammála Hirti Hjartarsyni að þörf er á meiri fagmennsku í fréttirnar. Vaðandi hringlið í skattamræðunni hefur hreinlega skort á að fjölmiðlarnir sjálfir færu í saumana á málunum.
Sæll Ögmundur. Ég sá ekki viðtalið við Valgerði á dögunum þar sem hún sat ein fyrir svörum, en ... Kristján Kristjánsson er ekki nógu góður fréttamaður.
Í gær ritaði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, útvarpsstjóra opið bréf (sjá hér að neðan) og mótmælti því að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi iðnaðarráðherra, væri látin ráða því að hún fengi ein að koma fram í Kastljósi en Steingrímur hins vegar útilokaður að hennar kröfu.
Nokkur umræða hefur verið um viðtal Kristjáns Kristjánssonar við Valgerði Sverrisdóttur fyrrverandi iðnaðarráðherra í Kastljósi þar sem hún reyndi að gera sem minnst úr skýrslu Gríms Björnssonar jarðeðlisfræðings um þær hættur sem hann telur að séu til staðar á virkjunarsvæðinu.
Ef það er rétt sem þú segir hér á síðunni, Ögmundur, að Steingrímur J. Sigfússon hafi verið búinn að fallast á að mæta Valgerði Sverrisdóttur í Kastljósi en hún hafi neitað að mæta nema ein, eins og þú getur þér til um að hafi gerst, þá áttu Kastljósmenn að láta Steingrím mæta einan en ekki Valgerði, sem setti afarkostina.
Sæll Ögmundur .Mig langar að vita hvaða afstöðu Vinstri græn taki til fóstureyðinga? Gott væri ef að í svari kæmi fram t.d hvort þið séuð með eða á móti.
Að undanförnu hefur farið fram talsverð umræða um aðkomu Íslendinga að friðargæslustörfum. Eins og kunnugt er olli það talsverðum deilum þegar íslenskir friðargæsluliðar voru sendir til Afganistans til starfa í tengslum við Bandaríkjaher og NATÓ.