Æpandi er orðin þögn ríkisstjórnarinnar um þá ákvörðun Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðarráðherra, að halda leyndu frá Alþingi upplýsingum um greinargerð Gríms Björnssonar, jarðvísindamannas, sem ráðherra fékk í hendur í febrúar árið 2002.
Aðkoma stjórnvalda að Kárahnjúkavirkjun tekur á sig sífellt dekkri mynd. Að vísu hefur löngum verið ljóst að allar rannsóknir og kannanir af hálfu ríkisstjórnarinnar voru til málamynda.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra opnaði fyrir umræðu um stóriðjustefnu ríkisstjórnarinnar með yfirlýsingum sínum í fjölmiðlum eftir för sína inn á fórnarlönd Alcoa við Kárahnjúka í boði Ómars Ragnarssonar nú um helgina.
Það var glatt á hjalla hjá þeim Framsóknarmönnum nú um helgina. Þeir sem töpuðu voru sagðir meiri stjórnmálamenn en áður (hvað sem það þýðir), sem sé ungmennafélagsandinn sveif yfir vötnunum.
Þeim fjölgar sem hafa efasemdir um Kárahnjúkavirkjun. Í vikunni ályktuðu Náttúruverndarsamtökin og kröfðust þess að endurmat færi fram á framkvæmdinni í ljósi upplýsinga sem fram hefðu komið frá vísindamönnum um jarðfræðilegar aðstæður.