
AÐFÖRIN AÐ ÍBÚÐALÁNASJÓÐI ER AÐFÖR AÐ HINUM TEKJULÁGU
04.07.2006
Birtist í Morgunblaðinu 03.07.06.Ingibjörg Þórðardóttir, varaformaður Félags fasteignasala, orðaði það vel í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins í byrjun vikunnar að undarlegt væri að láta sverfa að þeim sem lakast stæðu að vígi í þjóðfélaginu þegar ráðast ætti til atlögu gegn verðbólgudraugnum.