Ögmundur!Ég trúi ekki að þið klárið þessa kjarasamninga, án þess að eftirlaunasamningar þingmanna verði endurskoðaðir, þeir eru ekkert nema rán, ef ekki má hrófla við þeim þá er það annað en aðrir verða að þola.
Sæll Ögmundur.Blaðið birtir litla frétt í dag. Litla í skilningi pláss og fyrirferðar en að efni til svo stóra að hún varðar okkur öll alveg burtséð frá því hvort við erum launamenn, launalausar, verktakar, fyrirtæki eða lögaðilar.
Ekki lái ég nýjum forsætisráðherra Geir H. Haarde að strjúka sér um ennið með þá arfleifð á bakinu sem fyrirrennarar hans í Stjórnarráðinu skilja eftir sig.
Þessa dagana heimsækir George Bush Bandaríkjaforseti Evrópu. Þegar hann kom til Vínarborgar í Austurríki á miðvikudag hermdu fjölmiðlar að aldrei hefði jafn mikill öryggisviðbúnaður verið við komu nokkurs manns til Evrópu og nú vegna þessarar heimsóknar.
Drífa Snædal, nýráðin framkvæmdastýra Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs segir í grein hér á síðunni að ástæðan fyrir velgengni VG í nýafstöðnum kosningum sé ekki einvörðungu að þakka hefðbundnum félagshyggjuáherslum flokksins, heldur einnig og ekki síður því að VG hafi tekið upp á sína arma náttúruvernd og jafnrétti kynjanna: "Vinstrihreyfingin – grænt framboð stimplaði sig inn sem þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins og vinstrisveiflan er sjáanleg.
Enda þótt Norðurlöndin séu ekki einsleit er margt áþekkt. Alls staðar hefur verkalýðshreyfingin gegnt mikilvægu hlutverki og alls staðar er viðurkennt að eftirsóknarvert sé að jafnvægi ríki í samfélaginu.
Ég neita því ekki að í nokkra daga vorkenndi ég Framsóknarflokknum og formanni hans. Allt gekk úrskeiðis. Óheppni virtist elta flokk og formann á röndum.