
EINAR ÖGMUNDSSON ALLUR: GEKK HVERGI SPORLAUST YFIR JÖRÐ
13.06.2006
Í dag var borinn til grafar Einar Ögmundsson, frændi minn og náinn vinur. Útför hans var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík og var prestur séra Þórir Stephensen en hann var þremenningur við Einar að frændsemi og var með þeim vinátta.