Fara í efni

RANNSÓKNARSTOFNUN Í JARÐVÍSINDUM REIST Á RÚSTUM HERSTÖÐVAR

Hugmynd um Keflavíkurflugvöll; Í gær sótti ég málþing um eldfjallagarð á Reykjanesi og kom þar upp hugmynd um að nýta byggingarnar á herstöð Keflavíkur til þess að byggja upp háskólasamfélag sem ætlað væri að laða að fólk erlendis frá í rannsóknir og nám í jarðfræðunum öllum, bæði BA, Master og Doktorsnám. Þar væru nemar og vísindafólk í næsta nágrenni við plötuskil og eldfjallagarðinn sem gengur inn á land þarna við Atlantshafið. Hvernig væri að kanna hvort slík hugmynd væri framkvæmanleg og vænleg áður en VG kemst í meirihluta og ríkisstjórn á næsta ári? :)
Andrea

Sæl og þakka þér fyrir bréfið. Mér finnst þetta vera bráðsnjöll hugmynd og tek undir með þér að á þessu þarf að gera markvissa athugun. Sú athugun yrði að vera í nánu samráði við vísindamenn við Háskóla Íslands þannig að rannsóknarfé yrði varið á sem markvissastan máta. Ef til vill gæti þetta orðið tvennt í senn, vaxtarmöguleikar fyrir vísindasamfélagið og lyftistöng fyrir Suðurnesin.
Með kveðju,
Ögmundur