Fara í efni

UMHVERFISÁHERSLUR SAMFYLKINGARINNAR - TRÚVERÐUGAR?

Heill og sæll Ögmundur.
Þá er Samfylkingin komin með umhverfisstefnu! Fagra Ísland mun sú stefna vera kölluð en á fréttamannafundinum sem þessi nýja umhverfisstefna var kynnt sagði formaður Samfylkingarinnar, ingibjörg Sólrún Gísladóttir, að hún sæi ekki eftir því að hafa stutt Kárahnjúkavirkjun miðað við þær upplýsingar sem þá lágu fyrir!  Er þetta grín? Var ekki ljóst á þessum tíma að Kárahnjúkavirkjun myndi valda stórfelldum náttúruspjöllum? Það sem nú er að koma í ljós eru hins vegar ýmsar jarðfræðilegar hættur. Það eru hins vegar hagræn sjónarmið, spurning um krónur og aura. Ekki hvort náttúran eigi að hafa forgang. Út frá umhverfissjónarmiðum var allt vitað þegar Samfylkingin samþykkti Kársahnjúkavirkjun. Sannast sagna ætlaði ég upphaflega að fylgja Samfylkingunni að málum. Var henni meira sammála um ýmislegt en ykkur í VG. Ég set hins vegar umhverfismálin í forgang. Þess vegna styð ég VG en ekki Samfylkinguna sem gengur í meðmælagöngu fyrir áli á Húsavík, vill álver í Helguvík og stækka í Straumsvík, eða hvað segið þið um þessar fréttir hér að neðan? 
Eftirfarandi fréttir eru á vef RÚV 13. sept. 2006. Trúverðugt? Ég bara spyr?
Snjólfur.