Fara í efni

KAUPMAÐURINN Á AÐ LÆKKA VÖRU SÍNA, EKKI ALMENNINGUR MEÐ SKATTALÆKKUNUM Á KAUPMANNINUM

Sæll Ögmundur.
Ég las umræðu þína og Gríms um lækkun matarskatts.  Ég er svolítið ósammála ykkur báðum, en þó sammála á vissum sviðum. Jú auðvitað verður að hafa matarverð eins lágt og hægt er, en svo er einnig með húsnæði, rekstur á bifreið, verð á fatnaði og lærdómstækjum, sérstaklega fyrir börn, o.s.f.v., o.s.f.v.
Jafnframt því að lækka skatta á matvælum, ætti að hækka alla skatta á auðkýfingunum, til dæmis tekjuskatt og eignaskatt. Það mætti hækka óskattlagt kaup fólks og afnema algjörlega tekjuskatt á öldruðum upp að t.d. 200.000 kr. á mánuði með skattfrjálsum tekjum.  Látum peningabraskarana greiða hlutfallslega sinn skerf.

Og hvað með matvælaverð? Rannsökum fyrst hvað matvæli og lyf kosta í nágrannalöndunum og hvað verksmiðju- og heildsöluverðið er. Síðan skal rannsaka hvað íslenskir matvæla- og lyfja-innflytjendur greiða í innkaupunum og hvað þeir selja svo vöruna fyrir. Þetta segir okkur hvað ágóðinn er því hann getur ekki verið lítill ef draga á ályktanir af því mikla fé sem þetta fólk hefur á milli handanna. 
Förum framá við einkavina-samkeppni spekinganna, að þeir spjari sig í samkeppninni og innkaupunum ásamt því að láta sér nægja minni gróða.
Því ætti að minnka skattana sem eru einu tekjur ríkissjóðs, þá almennings, eftir að búið er að arðræna þjóðina arðbærum eignum hennar?  Eins og Grímur segið, ef skatttekjurnar hverfa, þá er alveg víst að samsvarandi félagsleg þjónusta muni einnig hverfa eða verða samsvarandi dýrari. Það er eins og verið sé að plata almenning, að þykjast vera að lækka verðið á mat, með því að taka peningana aftur úr nauðsynja-þjónustu í verðhækkunum. Þetta virðist mér vera blekkingarþvæla.
Helgi

 

Fólk má alveg vera fullvist að tekjur og ágóði matvælakeðjanna er slíkur, að þeim væri engin vorkunn þó þær lækkuðu matvælin um 20 til 40% eins og málin standa óbreytt. Annars eru þeir hreinlega að sanna að frjálssamkeppnisáróður einkaframtaksins er bara blekkingar rugl eins og mörgum grunaði.  Því ætti ríkissjóður sem er fólkið í landinu, að lækka vöruna hjá kaupmanninum á sinn kostnað, svo hann geti fengið hana samsvarandi ódýrari. Hverskonar blekkingar rugl er þetta eiginlega Ögmundur?  Það er alltaf sama sagan Ögmundur, þessir einkavinapésar vilja alltaf nota sömu hækjuna, að láta hið opinbera bjarga þeim og auka gróðann þeirra. Þetta hefur sýnt sig í sjúkrakerfinu og í fjölda annarra tilfella, og nú á að nota sama bragðið fyrir matvælaheildsalana og kaupmennina.

 

Fólk má einnig vera vist að skattalækkunin færi beint í vasa kaupmannanna á stuttum tíma, svo verðið yrði hið sama hvort sem kaupmaðurinn þarf að skila skatti eða ekki. Það fer bara meira í vasa kaupmansins eins og venjulega.  Hvað ætlar ríkið að gera þá fyrir hönd neytenda. ætla þeir þá að gera það sem þeir eiga að gera nú, og rannsaka málið og lyfta verslunarleyfum sem eru að okra á neytendum í skjóli einokunnar. Ef reynslan yrði sú að kaupmaðurinn keypti vöru sína á hagsstæðasta verði mögulegt og lögðu löglega álagningu á hana, þá skiptir skatturinn als engu máli þó hann sé á, því hann fer í vasa almennings í gegnum ríkissjóð hvort sem er.