Fara í efni

EIGA ÞEIR AÐ FÁ KVÓTANN SEM ÖSKRA HÆST?

Húsvíkingar hefðu betur fylkt liði í baráttu gegn kvótakerfi sem rænt hefur samfélagið drúgri lífsbjörg og einnig leitað í margrómaða hugmyndaauðgi Þingeyinga um atvinnuuppbyggingu. Samfélagið hefur ekki staðið sem skyldi að byggðastefnu og þar með atvinnuuppbygingu á landsbyggðinni á hálfan annan áratug. Þín orð Ögmundur, spurning: vildir þú geta úthlutað kvóta? Og þá til hverra? þeirra sem öskra hæst?
Pétur

Heill og sæll Pétur og þakka þér fyrir bréfið. Þú vitnar í mín orð og spyrð síðan um afstöðu til kvótakerfisins og hvernig ég vilji að kvótanum verði ráðstafað. Við í VG höfum sett fram tillögur um hvernig megi vinda ofan af núverandi kerfi. Við viljum gefa góðan tíma til þess, eða tvo áratugi, svo það valdi ekki neinum heljarstökkum enda margir nú komnir inn í kerfið með kvótakaupum og tilheyrandi skuldsetningu. En við viljum að þegar í stað hefjist "úrelding" kerfisins. Við viljum við sjá kerfi sem yrði þrígreint. Þriðjungur aflaheimilda fari á markað á landsvísu, þriðjungur verði bundinn við sjávarbyggðir og þriðjungur liggi hjá núverandi útgerðum en að fram fari endurúthlutun gegn gjaldi.
Þessar tillögur höfum við sett fram ásamt hugmyndum um útfærslu.
Með kveðju,
Ögmundur