Sæll Ögmundur.. Varðandi Nubo og Grímsstaði á Fjöllum: Tel að gera eigi greinamun á landi og fasteignum (Róbert Spanó gerir ekki þennan greinamun í grein í Fréttablaðinu í gær).
Það hefur verið skemmtilegt að rölta efir neðanverðum Laugaveginum þetta sumar og niður á Lækjartorg. Endurbyggða húsið við Laugaveg 6 er risið, nýlega búið að laga húsið við Þingholtsstræti 2, á horninu við Laugaveg af miklum myndarskap, og framlengja í fornum stíl bakhúsið við Lækjarbrekku, sem liggur upp að Skólastræti.
Ögmundur. Þú hefur barist fyrir lýðræðislegri atkvæðagreiðslu og átt heiður skilið fyrir þá baráttu, og öflin sem vinna gegn slíku réttlæti vinna hörðum höndum að því að slá öll þín baráttuvopn úr þínum höndum! Án stuðnings þjóðarinnar, þingsins og ráðherranna er lífsins ómögulegt fyrir þig einan að breyta óréttlæti í réttlæti.
Í morgun greindi ég hér á síðunni frá atkvæðagreiðslu á Alþingi um frumvarp til sveitarstjórnarlaga, frumvarp sem ég lagði fram í ríkisstjórn á síðasta vetri.
Á ráðstefnu um lýðræði á vegum innanríkisráðuneytisins o.fl. í Ráðhúsi Reykjavíkur sl. miðvikudag sagði ég stoltur fyrir hönd sveitarfélaganna í landinu og Alþingis, frá nýjum lýðræðisákvæðum í frumvarpi um sveitarstjórnarlög sem þá var í vinnslu á þingi:„Það er gleðilegt að nú skuli slíkur réttur í fyrsta sinn í þann veginn að verða leiddur í lög á Íslandi.
Ég sá því haldið fram á á Moggavefnum og víðar að þú vildir að umsókn kínverska auðkýfingsins um leyfi til að kaupa Grímsstaði á fjöllum færi í þjóðaratkvæðagreiðlu.