Fara í efni

NÝ SÍÐA TIL AÐ FYLGJAST MEÐ

PHH - sida
PHH - sida


Hér gefst okkur tækifæri til að skoða Evrópusambandið og aðildarviðræður Íslands út frá gagnrýnu en jafnframt málefnalegu sjónarhorni: http://esbogalmannahagur.blog.is

Höfundur og umsjónarmaður síðunnar, Páll H. Hannesson, er þekktur sem blaðamaður á ýmsum fjölmiðlum en ekki síður sem fyrrum alþjóðafulltrúi BSRB til langs tíma. Þar hafði hann meðal annars þann starfa að skipuleggja ýmsar herferðir sem nú er í tísku að kenna við vitundarvakningu. Mörgum kann að vera ein slík „vakning" eftirminnileg en hún snéri að vatninu; mikilvægi þess að líta á vatn sem mannréttindi. Umræðan sem þá spannst hafði mikið að segja til að stoppa einkavæðingaráform þáverandi ríkisstjórnar varðandi vatnið!

Páll H. Hannesson gegndi lykilstöðu í skipulagningu og framkvæmd þessarar vitundarvakningar og kom mjög við sögu í flestu sem tengdist alþjóðastarfi BSRB á þeim tíma sem hann starfaði hjá BSRB. Leyfi ég mér að fullyrða að fáir menn eru betur að sér í viðfangsefni þessarar nýju síðu, sem rekin er í samstarfi við Heimssýn, en einmitt Páll H. Hannesson!

Síðu Páls H. Hannessonnar, sem er á hans eigin ábyrgð, er ætlað að fjalla um ESB - velferð, verkalýðsmál, efnahagsstjórnun og fleira á þeim bæ. Á síðunni segir m.a. til upplýsingar að þar verði „fjallað um umsóknarferlið og það gegnumlýst eftir föngum, ...um velferðarsamfélagið og ESB og hina fjölmörgu þætti sem snúa að almannahagsmunum"
Ég mæli með því að við fylgjumst með skrifum Páls.

Hann er þegar tekinn til við að gagnrýna okkur sem ábyrg erum fyrir samningaviðræðunum og telur að velferðarvaktin hafi ekki verið sem skyldi!
Áfram Páll! Við fylgjumst með.