Fara í efni

1% AF ÍSLANDI UNDIR HÓTEL?

Þakka þér fyrir Ögmundur, að stöðva vitleysuna varðandi Grímsstaði á Fjöllum. Það er fráleitt að menn þurfi að eignast 1% Íslands til að hefja hér hótelrekstur.

FORDÆMI SEM EKKI VÆRI KOMIST FRAMHJÁ

Þú átt heiður skilinn, Ögmundur, fyrir að hafna erindi Nubos um að fá að kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Mér finnst lögin skýr og ef þú hefðir orðið við erindinu væri ekki hægt að neita neinum, sem vildi kaupa jarðnæði hérlendis, um eitt eða neitt nema með því að brjóta reglu jafnræðis.

ARFLEIFÐ BARNA OKKAR

Ég vil þakka þér innilega fyrir þessa ákvörðun að fara eftir lögum í Grímsstaðarmálinu. Þú ert betri stjórnmálamaður og sannari fyrir vikið.

OG LEYNILEGA...

Vaxtagjöld ríkisins eru tæpir áttatíu milljarðar. Það eru 20% allra gjalda ríkisins. Alveg einsog í fyrra. Hver ákveður vaxtagjöldin? Þau eru ákveðin á fimm manna fundum.

SELJUM EKKI UNDAN OKKUR JÖRÐINA!

Sæll Ögmundur.. Ég fagna úrskurðinum varðandi Grímsstaði og þakka starfsfólki í ráðuneyti þínu fyrir að hafa staðið vörð um íslensk víðerni og ættjörðina.

ÞAKKIR

Kæri Ögmundur, Takk fyrir hugrekkið.. Helgi Hrafn Jónsson

VERÐMÆTASTA EIGNIN

Orusta er unnin, en ekki stríðið. Landið okkar er verðmætasta sameign þjóðarinnar og það er EKKI til sölu. Takk fyrir að standa vaktina og taka rétta ákvörðun.. Einar Bragi Indriðason.

SÖNNUNINA AÐ FINNA Í HEIÐARDAL

Sæll.. Ég er ekki stuðningsmaður VG,enn stið þig heilshugar í Grímstaðarmálinu. Það á aldrei að selja land,Heiðardals salan sannar það.. A.S.

200% SÖNNUNARBYRÐI!

Sæll Ögmundur: Mig langar til að þakka þér fyrir vel ígrundaða ákvörðun varðandi sölu Grímsstaða. Eva Joli var í þætti Egils Helgasonar á dögunum.

SÍÐASTA GRÁÐUGA BARNIÐ ENN ÓFÆTT!

Ég tók þátt í fundum með fulltrúum frá þjóðum landanna á Balkanskaga fyrr á þessu ári. Hvað eftir annað kom fram hjá þeim að í hugum þeirra væri íslenskt samfélag að öllu leyti þróaðra samfélag en í löndum Balkanskagans.