Fara í efni

KJÓSA UM ESB

Ég er svo fegin að vg-manneskja sér og viðurkennir að þessi þjóð verður að koma ESB-kosningamálinu frá sér! Þótt fyrr hefði verið. það er löngu kominn tími til pólitískt séð, að Íslendingar segi sinn hug (einu sinni eða tvisvar eins og Norðmenn). Ég er ein af þeim sem vil samninginn og mun ekki segja "já" við hverju sem er, en geri mér fyllilega grein fyrir umhverfi Íslands síðastliðin 40 ár (kannski ólíkt fyrrverandi stjórnvöldum?).
Við landsmenn hefðum átt að vera svo framsýn að kjósa um leið og Normenn, en nú fáum við kannski 2012 tækifærið? Er enginn sem sér hversu fáranlegt það er...? Að fá ekki tækifærið? Allavega hef ég í hyggju að segja "nei" með þjóðarorkulindir í huga (fiskiauðlindirnar eru hvort sem er i einkaeign).
Ögmundur, góð jól og róleg til þín og þinna.
Anna B. Mikalesdóttir