Sæll, flottur pistill og takk fyrir komuna á opnun sýningarinnar. Smá leiðrétting, Finnbogi Hermannsson, faðir minn er ekki ein af fyrirsætum sýningarinnar eins og segir í myndatexta, en aftur á móti er Finnbogi Örn barnabarn Finnboga Hermannssonar ein af fyrirsætum sýningarinnar.
Þessa dagana er mikið fjallað um peningamál/gjaldmiðlamál og efnahagsmál almennt í ljósi þeirrar kreppu sem nú gerir usla víða um lönd, ekki síst í Evrópu.. Hið einfalda.... Íslendingar hafa heldur betur fengið að kynnast hruni fjármálakerfis.
Þakka þér fyrir Ögmundur! Engin ein kynslóð hefur rétt til að selja landið fyrir stundargróða. Okkur ber að gæta þessa lands og skila því áfram til komandi kynslóða.
Hafðu hugheilar þakkir fyrir ákvörðun þína, Ögmundur. Önnur niðurstaða kom ekki til greina en þurfti bæði kjark og heilindi við sannfæringu sína til að hvika hvergi.. Jón Örn Marínósson.