Við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins mættum í morgunþátt Bylgjunnar, Í Bítið, að ræða málefni líðandi stundar, að þessu sinni nýafstaðið þing Evrópuráðsins þar sem ég var einn af þremur fulltrúum Íslands og síðan nýframkomin fjárlög.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 06.10.13.. „Skyldan til að vernda," („Responsibility to protect"), var heiti skýrslu sem út kom á vegum Alþjóðanefndarinnar um íhlutun og fullveldi ríkja (International Commission on Intervention and State Sovereignty), sem Kanadastjórn hafði komið á fót í árslok 2001.
Ég held það séu þrjár þingsetningar síðan Árni Þór varð fyrir eggi. Næst á eftir var girðingin færð út og lögregluþjónar voru fleiri en alþingismenn og mótmælendur til samans.
Bjarni hreykir sér af skattalækkunum á almenning. Nú er fjárlagafrumvarpið komið fram og fjármálaráðherra hreykir sér af tekjuskattslækkun á launamenn um 0,8% á milliskattþrepið.
Ég hef gagnrýnt Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra fyrir að liggja nánast á hnjánum frammi fyrir erlendum fjárfestingaspekúlöntum að biðja þá að koma hingað til lands með úttroðna vasa fjár til að ávaxta sitt pund.
Í tilefni af pistli hér á síðunni, þar sem sá skilningur kom fram að starf forstjóra Landspítalans yrði ekki auglýst, barst mér eftirfarandi orðsending: "Í frétt sem birtist á vef Velferðarráðuneytisins í gær kemur eftirfarandi fram: "Skipaður verður starfandi forstjóri þar til ráðið verður á ný í embættið að undangenginni auglýsingu og hefðbundnu ráðningarferli samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu.