Konur og karlar í prófkjörum og útkoma í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins bar á góma í umræðu okkar Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins í Bítinu á Bylgjunni í morgun.
Birtist í helgarblaði Morgunblaðsins 17.11.13.. Í vikunni sat ég fund félagsmálanefndar Evrópuráðsins; og einnig undirnefndar þeirrar nefndar sem fjallar sérstaklega um kynferðisofbeldi gegn börnum.
Í morgunþætti sínum Sjónvarpinu í gær minnti þáttastjórnandinn, Gísli Marteinn Baldursson, okkur á það með ákafa sínum að hann er sjálfur nývolgur úr borgarpólitíkinni þar sem hann var einn ákafasti talsmaður þess að loka Reykjavíkurflugvelli.
Opinber starfsemi hefur tekið stórstígum framförum á undanförnum áratugum. Á nánast öllum sviðum hafa orðið framfarir, í tækni og vinnubrögðum sem leitt hafa til þess að störf sem innt eru af hendi verða markvissari - þó ekki alltaf ódýrari.
Í dag var embætti Umboðsmanns Alþingis tekið fyrir á fundi hjá Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Farið var yfir fjárhagslega stöðu embættisins og ýmis áhersluatriði í starfi þess.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðarráðherra, sendi Landsvirkjun tóninn í vikunni. Þar á bæ yrðu menn að fara að haska sér til að koma fleiri álverum í gang. . . Sveinn Valfells, eðlisfræðingur, skrifar umhugsunarverða grein í Fréttablaðið í dag, sem ég vil hvetja iðnaðarráðherra (og reyndar alla) til að lesa, og þá ekki síst hugleiðingar Sveins um „kerskála framtíðarinnar", en grein hans ber einmitt það heiti.
Birtist í Fréttablaðinu 10.12.13.. Samkvæmt tilskipun Evrópusambandsins skal orkufyrirtækjum sundrað í einingar sem annast vinnslu, dreifingu og sölu á orku og jafnframt ber að aðskilja rækilega rekstur sem flokkast undir samkeppnisrekstur frá starfsemi sem heyrir undir einkaleyfisrekstur.
Birtist í DV 11.11.2013. Yfirmaður Öryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, sat fyrir svörum hjá bandarískri þingnefnd um hleranir á síma Angelu Merkel, kanslara Þýskalands.