Skráðir „eigendur" náttúruperla vilja ekki almenna skattlagningu á ferðamenn. Þá fá þeir ekki með beinum hætti hlutdeild í skattheimtunni.. . Náttúrupassar væru að þeirra mati skárri en þó ekki eftirsóknarverðir, út frá hagsmunum eigin pyngju.
Deilt er um flugvöll í Reykjavík. Reykjavíkurborg er staðráðin í því að losna við flugvöllinn sem fyrst. Yfirgnæfandi meirihluti borgarbúa er því mótfallinn.
Síðasta vika var svokölluð kjördæmavika á Alþingi. Hún er ætluð til að gefa þingmönnum færi á því að sinna ýmsu sem snertir þingstörfin og lýtur að kjördæmunum sérstaklega.
Það er rétt hjá þér Ögmundur að viðbrögð þjóðarleiðtoga í Evrópu eru linkuleg við fréttum um að kanslarar og forsætisráðherrar hafi verið hleraðir af sjálfri „vinaþjóðinni", sjálfskipuðu gæsluríki frelsis og mannréttinda.
Breyttar áherslur nýrrar ríkisstjórnar eru smám saman að koma í ljós. Þannig er ljóst að aukin áhersla verður á notendagjöld og sú hugsun hefur verið viðruð af hálfu innanríkisráðherra að einkafyrirtæki eignist samgöngumannvirki sem þau reisi sjálf og innheimti síðan gjöld af almenningi til að standa straum af kostnaði og arðgreisðulm.