Fara í efni

EFNAHAGSBROT, FJÁRLÖG OG KAÞÓLSKA KIRKJAN

Bylgjan - í bítið 989
Bylgjan - í bítið 989

Í Bítinu á Bylgjunni í morgun ræddum við Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, um brennandi málefni líðandi stundar.
Brynjar er gagnrýnin á nýfallna dóma og furðar sig á því að aðrar þjóðir hafi ekki farið í sams konar rannsóknir á efnahagsbrotum og við höfum gert. Eitthvað hljóti að vera að hjá okkur! Ég spurði á móti hvort það gæti verið að stjórnvöld annars staðar drægju taum fjármálaafla og vakti jafnframt athygli á því að það væri aðdáunarefni víða um lönd hvernig við hefðum tekið á málum.
Þá ræddum við um tillögur ríkisstjórnarinnar um komugjöld á sjúkrahús og desemberuppbót fyrir atvinnulausa sem ríkisstjórnin hefur gert tillögu um að hafa af atvinnuleitendum.
Þá ræddum við um ákvörðun Kaþólsku kirkjunnar um að greiða svo lágar „sanngirnisbætur" til fórnarlamba þjóna kirkjunnar að til vansæmdar er.  

 

http://vefutvarp.visir.is/upptokur?itemid=23178