Eitt það ánægjulegasta sem ég kynntist í starfi mínu sem innanríkisráðherra voru hin jákvæðu og uppbyggjandi viðhorf sem ríkjandi eru innan Fangelsismálstofnunar.
Birtist í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins 14.07.13.. Ekki kann ég svarið en hef það á tilfinningunni að það kunni að vera erfiðara að svara þessari spurningu fyrirsagnarinnar en virðist við fyrstu sýn.
Árið 2006 var fædd sú hugmynd spekúlanta að vilja eignast Suðurlandsveg frá höfuðborgarsvæði að Selfossi. Ætlaðan einkaveg sinn ætluðu þeir að bæta en hirða veggjöld sér til arðs.
Byrjað var að sprengja fyrir Vaðlaheiðargöngum í gær. Forsætisráðherrann, sem þrýsti á hnappinn, sagði í fréttum Sjónvarpsins að „þetta hefði verið mjög skemmtilegt" enda „stór dagur í samgöngusögu Þjóðarinnar".. Það sem hefði verið „sérstakt við þetta verkefni var þetta mikla frumkvæði heimamanna og að þeir væru tilbúnir til þess að leggja í þetta áhættufé og borga jafnvel fyrir í framhaldinu...".
Framsókn tapar fylgi samkvæmt skoðanakönnunum en Íhaldið fitnar og blæs út. Alltaf sama sagan. Framsókn lýgur báða flokka inn á þjóðina en Íhaldið sér svo um að öll loforðin verði svikin.