Í Bandaríkjunum hafa komið fram ásakanir um að Þjóðaröryggisstofnun Bandaríkjanna, NSA, og Alríkislögreglan, FBI, hafi um allangt skeið samkeyrt upplýsingar um fólk bæði frá símafyrirtækjum og netfyrirtækjum ( öllum hinum helstu, Google, Yahoo, Facebook, Skype, Y-tube .
Í gærkvöldi fóru fram Eldhúsdagsumræður á Alþingi. Það verður að segjast eins og er að óþægilega kom á óvart að ríkisstjórnin skyldi ekki kynna þar áætlanir sínar varðandi skuldamál heimilanna.
Í vikunni sem leið var mér boðið til Berlínar að flytja fyrirlestur og taka þátt í ráðstefnu á vegum Institute for Cultural Diplomacy um hvernig koma megi í veg fyrir fjöldmorð og ofbeldi gegn almenningi.. Ég hef tvívegis haldið erindi á vegum þessara samtaka, í Ljúbljana í Slóveníu í októberlok á síðasta ári (http://ogmundur.is/annad/nr/6516/), og síðan í desember sl.
Birtist í Morgunblaðinu 30.5.13. Nýlega undirritaði ég, sem innanríkisráðherra, samkomulag við borgaryfirvöld í Reykjavík um aðskiljanlega þætti sem snúa að Reykjavíkurflugvelli.
Sem betur fer hefur ekki tekist að þagga umræðuna um ofbeldisiðnaðinn. Eins og marga kann að reka minni til hlupu ýmsir upp til handa og fóta þegar ég setti á laggirnar nefnd til að skoða möguleika á því að koma í veg fyrir að klámiðnaðurinn þrengdi sér inn í veröld barna og unglinga eins og nú gerist í sívaxandi mæli.. Andmælendur sögðu að með þessu yrði tjáningarfrelsi (klámiðnaðarins?) skert og skrifaðar voru greinar innanlands og utan um um „frumvarpið" sem ég hefði sett fram, það væri „fasískt" og ég væri „vitskertur".