
Þegar tveir deila – ávöxtun almennings
27.11.2003
Sæll Ögmundur. Fáir þekkja betur en þú aðstæðurnar sem skapast þegar menn semja um kaup og kjör. Þú veist að stundum þarf að knýja fram lausn með verkfalli, stundum knýr atvinnurekandinn fram vilja sinn með afli, lögum, eða jafnvel bráðabirgðalögum.