Árni Mathiesen fjármálaráðherra tjáði sig á Alþingi í gær um láglaunafólk á hjúkrunarstofnunum. Hann sagði að það væri við þær að sakast að halda fólki á lágu kaupi.
Í gær var frumvarp ríkisstjórnarinnar rifið út úr menntamálanefnd Alþingis þrátt fyrir óskir nefndarmanna um ítarlegri umfjöllun og ábendingar um að veigamiklum spurningum væri ósvarað.
Okkur berast þær fréttir að formaður þingmannanefndar Íslandsdeildar NATÓ, hinn galvaski þingmaður Samfylkingarinnar, Össur Skarphéðinsson, hafi átt viðræður við "bandamenn" Íslands í NATÓ um mögulega aðkomu NATÓ að hervörnum Íslands eftir að Kaninn lýsti því yfir nú nýlega að hann ætlaði af landi brott með tól sín og tæki.
Árni Guðmundsson, æskulýðs- og tómstundafulltrúi og formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar, hefur enn eina ferðina skrifað ríkissaksóknara bréf til að vekja athygli á áfengisauglýsingum en þær eru sem kunnugt er bannaðar lögum samkvæmt.
Svo segir mér hugur að Illugi Gunnarsson, fyrrum aðstoðarmaður Davíðs Oddssonar, sé á leið í pólitík. Hann gerist sífellt fyrirferðarmeiri í þjóðmálaumræðunni og heldur m.a.
Í síðustu viku héldu Samtök verslunar og þjónustu aðalfund þar sem hvatt var til þess að "að fleiri verkefni verði færð úr ríkisrekstri til einkaaðila", svo vitnað sé til frétta RÚV 21.3.
Sérkennilegar eru kenningar um að óttinn sé tilvistargrunnur hverrar sjálfráða þjóðar í veröldinni. Óttinn kallar á varnir og verjur og því er sagt að herlaust ríki hljóti að vera óttalaust, viðrini án tilgangs og tilveruréttar.
Danskur banki hefur varað við fjárfestingum Íslendinga í Danmörku. Bankinn hefur ekki látið þar við sitja því hann hefur jafnframt varað Íslendinga við því að bankakreppa kunni að vera yfirvofandi á Íslandi.
Ég frétti af forsíðufrétt Moggans í dag, þegar sveitungi minn hringdi í mig og bað mig um ráðgjöf. Mogginn mun hafa greint frá því að skuldabréfum, sem peningamarkaðssjóðir í Bandaríkjunum hafa keypt af íslensku bviðskiptabönkunum fyrir tugi milljarða, hafi verið sagt upp.