Finnst þér í lagi að byggja flugvöll á Hólmsheiði í næsta nágrenni við vatnsverndarsvæði okkar? Er þetta ekki tvískinnungur VG í hnotskurn? Væntanlega birtirðu ekki gagnrýnisbréf frá lesendum bara gagnrýni á aðra en ég sendi þér þetta samt.
Hvað vakir fyrir þeim sem vilja telja fólki trú um að örfáar sálir hafi mætt í kröfugönguna 1. maí í Reykjavík að þessu sinni? Fjögur hundruð manns hafi verið í göngunni, átta hundruð á baráttufundinum á Ingólfstorgi, sagði Útvarpið að kvöldi dagsins, Blaðið át þetta síðan upp daginn eftir og síðan kjamsar einhver fréttmaður á Fréttablaðinu á þessu rugli í blaði sínu í dag.
Annað hvort er það svo, að heimildarmaður fjölmiðla um fjöldann í kröfugöngu og útifundi í Reykjavík í gær, kann ekki að telja eða sá hinn sami er að reyna að falsa söguna.
Sæll Ögmundur.Nú er hafinn bútasaumur á RÚV frumvarpinu, það sem þú kallar lýtaaðgerðir. Hvað segir það okkur? Það segir okkur að frumvarpið var stórgallað og að nauðsynlegt hafi verið að bæta það.
Björn Ingi Hrafnsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra og nú einnig borgarforingi Framsóknar, fylgdist að eigin sögn með baráttufundi reykvísks launafólks í fyrra.
Hernaðarþjónkun íslenskra valdhafa við Pentagon er skrýtið þrotabú. Á Vallarsvæðinu verður brátt mannauðn í bandarískri íbúðabyggð sem telur 900 þokkalegar fjölskylduíbúðir, skóla, verslanir, kirkju m.m. Sagt er að þorp þetta sé virði 30 milljarða en allt er óráðið með framtíð þess.Sama gildir um hernaðarmannvirki, flugvöll, flugturn og fleira góss.