Dagurinn í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og er í tilefni dagsins efnt til ráðstefnuhalds og fjölda funda af hálfu kvennasamtaka og verkalýðshreyfingar.
Ég hef fengið nokkur viðbrögð á ummæli mín á Alþingi í gær um hótanir Alcan um að loka álverinu í Straumsvík, yrði ekki farið að vilja álrisans um heimildir til stækkunar álversins.
Eitt helsta áhugamál ríkisstjórnarinnar er sem kunnugt er að einkavæða raforkukerfi landsmanna. Liður í þeirri viðleitni er stjórnarfrumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um að gera Rafmagnsveitur ríkisins að hlutafélagi.
Það er hressandi að heyra í Skagfirðingum þessa dagana, enginn uppgjafartónn þar á bæ. Það skiptir máli að Vinstrihreyfingin grænt framboð á aðild að sveitarstjórninni í Skagafirði.
Birtist í Morgunblaðinu 01.03.06.Í skoðanakönnun sem GALLUP gerði fyrir þingflokk VG um afstöðu þjóðarinnar til stóriðjustefnunnar kemur fram afgerandi andstaða við stefnu ríkisstjórnarinnar.