Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifar um ritstjóra Morgunblaðsins í Morgunblaðinu 23. mars. Ekki nefnir hann ritstjórann á nafn, líklega til þess að ítreka huldumannshlutverkið sem hann gefur honum.
Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur baráttudagur Sameinuðu þjóðanna fyrir vatni. Verkalýðssamtök og margvísleg hagsmunasamtök almennings efna til vitundarvakningar af ýmsu tagi í dag til þess að vekja athygli á þeirri staðreynd að aðgengi að vatni telst til grundvallarmannréttinda og að með vatn eigi ekki að fara eins og hverja aðra verslunarvöru.
Mér finnst ágætt hjá ykkur þingmönnum að vekja athygli á atvinnumálum í tengslum við brottför hersins. Og það er líka góðra gjalda vert af fjölmiðlum að leggja áherslu á þetta m.a.
Ein merkustu tíðindi þessa dagana í umræðunni um efnahags og atvinnumál er tvímælalaust bók rithöfundarins og hugsjónamannsins Andra Snæs Magnússonar, Draumalandið- sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð.
Í tilefni þess að þrjú ár eru liðin frá innrásinni í Írak var Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra Íslands, spurður á Alþingi hvort hann teldi innrásina hafa verið til góðs fyrir Íraka.
Sæll Ögmundur ! Nú er ég alveg hættur að botna í málunum. Ég fæ ekki betur séð en Jón Baldvin sé tekinn aftur við forustu í Samfylkingunni eða Alþýðuflokknum með því nýja nafni.
Gáttaður er ég á Sigurði Kára Kristjánssyni, þingmanni, að reyna að gera baráttu BSRB gegn einkavæðingu vatns tortryggilega eins og sjá má í fjölmiðlaviðtölum við hann síðustu daga. Ég er sannast sagna ekki síst undrandi á Siguðrði Kára vegna þess að mér hefur þótt hann vera málefnalegur og rökfastur.
Á miðvikudaginn var hringdi einhverskonar aðstoðar- eða vararáðherra í Geir H. Haarde, utanríkisráðherra, vestan úr Bandaríkjunum til að segja honum að til stæði að loka herstöðinni á Miðnesheiði fyrir haustið.