Ég vil minna alla Reykvíkinga á prófkjör okkar framsóknarmanna vegna sveitarstjórnarkosninganna í vor. Prófkjörið sjálft fer fram í Skautahöllinni í Laugardal núna á laugardaginn, 28.
Í fréttum er því nú haldið fram að ríkisstjórnum í Evrópu hafi verið kunnugt um flutninga á föngum frá Bandaríkjun-um til fangelsa víðs vegar um heim þar sem þeir hafa verið skipulega pyntaðir.
Getur verið að fjölmiðlar hafi ekki almennilega kveikt á perunni, nefnilega að Álfheiður Ingadóttir, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í stjórn Landsvirkjunar, greiddi ein atkvæði gegn tillögu um að hafnar skyldu viðræður við Alcan um orkusölu til stækkunar álversins í Straumsvík í 460 þúsund tonna framleiðslu á ári? Sannast sagna kann ég ekki aðra skýringu á sinnuleysi þeirra um afstöðu fulltrúa VG í Landsvirkjun.
Baráttan byrjar með mismunandi hætti hjá flokkunum í Reykjavík. VG valdi sína frambjóðendur í forvali þegar í haust og var gengið frá listanum í heild nú í byrjun mánaðarins.
Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, mætti á morgunvakt RÚV í morgun. Ekki varð honum orða vant fremur en fyrri daginn en margt þótti mér orka tvímælis í málflutningi hans.
Á leið minni til Marseille í Suður-Frakklandi, hafði ég íslensku blöðin til að fletta og lesa. Í öllum blöðunum gat að finna tilefni – stór og smá – til umhugsunar.