Fara í efni

HVERS VEGNA ÞARF AÐ BREYTA RÚV HF FRUMVARPI?

Sæll Ögmundur.
Nú er hafinn bútasaumur á RÚV frumvarpinu, það sem þú kallar lýtaaðgerðir. Hvað segir það okkur? Það segir okkur að frumvarpið var stórgallað og að nauðsynlegt hafi verið að bæta það. En er ekki eitthvað meira sem þarf að skoða? Ég hefði haldið það. Þessu frumvarpi er einfaldlega stórlega ábótavant og því ber að fresta afgreiðslu þess. Það besta sem sagt hefur verið um þetta frumvarp er frá Ólínu komið hér á heimasíðunni hjá þér, sérstaklega það sem hún hefur sagt um þá fjársjóði sem eru varðveittir hjá Ríkisútvarpinu í gömlum upptökum á aðskiljanlegu menningarefni. Þú hefur tekið þetta upp og Atli Gíslason hefur líka gert þessu rækilega skil í þinginu. Hafi þið þökk fyrir. En fyrir alla muni, ekki gefst upp.
Sunna Sara

Komdu sæl Sunna Sara og takk fyrir bréfið. Ég er hjartanlega sammála þér. Ræður Atla um RÚV hafa vakið verðskuldaða athygli. Öðrum lesendum til glöggvunar eru hér slóðir á umrædd bréf Ólínu sem þú vísar í. (HÉR, HÉR og HÉR)
Með kveðju,
Ögmundur