Sæll Ögmundur.. Þakka þér fyrir svarið. Ég er sammála. Það er um það bil að koma í ljós hvort þeim sem andæfa eftirlaunaósómanum er alvara eða hvort til standi að sviðsetja eitthvað til málamynda.. Ég tel að það hljóti að vera meirihluti fyrir því í allsherjarnefnd að taka frumvarp Valgerðar fyrir og afgreiða.
Við háskólann í Edinborg í Skotlandi er starfandi sérstök rannsóknarstofnun sem hefur það verk með höndum að kanna afleiðingar mismunandi skipulagsforma í heilbrigðisþjónustunni.
Ég skal játa að oft hef ég verið í vafa um gildi Samkeppnisstofnunar og sviðið að fyrir skattpeninga sem fjármagna þá stofnun skuli spjótum iðulega beint gegn því sem samfélagslegt er.
Sæll Ögmundur. Formaður allsherjarnefndar segir í 24-stundum, að óski nefndarmenn ekki eftir því að eftirlaunafrumvarp Valgerðar Bjarnadóttur verði tekið fyrir, þá muni það daga uppi.
Geir H. Haarde, forsætisráðherra, virðist ekki alltaf hugsa mjög stórt fyrir Íslands hönd. Þannig sagði hann á þingi í vikunni á þá leið að menn skyldu ekki ætla að miklu munaði um framlag Íslendinga í friðarumleitunum í Palestínu.
Fjölmiðlar nútímans eru skrýtin fyrirbæri, skrýtnust fyrir það sem ekki er sagt og ekki spurt um. Þar að auki flytja þeir í sífellu allir sömu fréttirnar án þess að nokkur þeirra bregði nýju eða skiljanlegra ljósi á umfjöllunarefnin.