Fara í efni

BJÓÐUM DALAI LAMA VELKOMINN

Ég var að enda við að senda tölvupóst með mótmæli til kínverska sendiráðsins og varð jafnframt undrandi yfir því hvað Kínverjar hafa kúgað þjóðina í Tíbet og drepið.

TRÚIR EKKI FRÉTTAFLUTNINGI FRÁ TÍBET

Mér finnst hann nú skelfing hæpinn, boðskapurinn um góðu andófsmennina í Tíbet og vondu kommana í Kína. Ég man ekki betur en að "uppreisn" Tíbeta hafi á sínum tíma komið upp vegna áforma stjórnvalda í Kína að taka nokkurt landssvæði af tíbeska aðlinum og afhenda fátækum bændum og leiguliðum.
VARAÞINGMAÐUR Á HVÍTUM SLOPPI

VARAÞINGMAÐUR Á HVÍTUM SLOPPI

Skyldi vera eitthvað í Codex edicus læknanna  um það hvenær sé við hæfi að koma fram í hvítum læknasloppi í pólitísku viðtali og þá hvenær rétt sé að láta sloppinn hanga á snaganum? Að sumu leyti hefði mér fundist heiðarlegra af Þorvaldi Ingvarssyni,1.varaþingmanni Sjálfstæðisflokksins í N-austurkjördæmi að klæðast jakkafötum, jafnvel teinóttum,  í fréttaviðtali við Sjónvarpið í kvöld þegar hann talaði fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar í heilbrigðismálum.
EFNAHAGSÖNGÞVEITIÐ: AÐGERÐALAUS GEIR  OG ISG Í AFGANISTAN

EFNAHAGSÖNGÞVEITIÐ: AÐGERÐALAUS GEIR OG ISG Í AFGANISTAN

Gengi gjaldmiðilsins hrapar, verðbólgan æðir upp úr öllu valdi, áhyggjur almennings vaxa, forsvarsmenn fyrirtækja eru uggandi og hagfræðiprófessorar og talsmenn launafólks hafa uppi alvarleg varnaðarorð.
Tibet 3

FYLGJUMST MEÐ TÍBET

Birgitta Jónsdóttir, skáldkona, skrifar umhugsunarverða grein hér á síðuna í dag um Tíbet og það ofbeldi sem kínverska hernámsliðið beitir landsmenn þar.

HVER Á TÍBET?

Einu sinni var þjóð sem bjó í gjöfulu landi í einum af afkimum heimsins. Þessi þjóð hafði yfir sér einhverja dulmögnun friðar og andlegrar visku.

BEÐIÐ EFTIR HEITASTA PARINU

Ég sé að verið er að teppaleggja fyrir einkavæðinguna í heilbrigðiskerfinu í boði ríkisstjórnarinnar.  Allir sem eru á móti eru reknir.

VG EINN FLOKKA UM VELFERÐINA

Ég hlustaði á ykkur Ágúst Ólaf Ágústsson, varaformann Samfylkingarinnar, í Endurvinnslunni, útvarpsþætti Ævars Arnar Jósepssonar, í dag.
VÆRUKÆRIR FJÖLMIÐLAR SVÆFA SAMFÉLAGIÐ

VÆRUKÆRIR FJÖLMIÐLAR SVÆFA SAMFÉLAGIÐ

Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, hefur verið látinn víkja úr starfi. Annar lykilmaður úr æðstu stjórnsýslu spítalans, Jóhannes Gunnarsson, er kominn í leyfi.

UM VAFASAMA EINKAVÆÐINGU OG HAGSMUNI ÍSLANDS

Sæll Ögmundur.... Í morgun var hringt í mig að utan og mér sagt að upp hafi komist um hroðalegt glæpamál í Las Vegas í Nevada, Bandaríkjunum.. Svo er mál með vexti, að einkafyrirtæki þar, sem hefur það verkefni með höndum að bólusetja fólk og taka blóðprufur úr því, var staðið að því að nota sömu nálarnar aftur og aftur, í stað þess að nota ætíð nýjar innpakkaðar sótthreinar nálar eins og lög segja til um.  Eins og gengur og gerist í þessum einkavæðingar- villimannaheimi einkagræðginnar, þá ver umrætt fyrirtæki lægstbjóðandi í verkið en ætlaði að ná inn gróða með því að spara hér og þar á kostnað "sjúklinganna" eða fórnarlambanna.