Fara í efni

ELDHÚSRÆÐAN Á ALÞINGI

Sæll Ögmundur...

Ég las pistla Guðrúnar og Hreins á vefsíðu þinni, báðum sem ég er fullkomlega sammála.
Eldhúsræðu þinni á Alþingi verður ekki of mikið hól gefið. Hún var frábær, ekki aðeins efnislega, heldur var hún sérstaklega vel flutt!  Ég horfði á, hlustaði á og las eldhúsræðu þína Ögmundur og hún er frábær í alla staði!
Steingrími Sigfússyni er oft réttilega hælt fyrir að vera snjall ræðumaður, en ég tel þig hvergi gefa honum eftir, jafnvel þegar honum best tekst upp!
Að vísu hefði ég viljað að þú hefðir nefnt íslensku þjóðina og kallaði þjóðfélagið okkar hið íslenska þjóðfélag og hina íslensku þjóðarfjölskyldu, til að minna okkur á skyldur okkar Íslendinga gagnvart hvorum öðrum, í því græðgisæði sem gengur nú yfir, því ef við erum ekki þjóðrækin og finnum ekki til þjóðlegra tengsla vorra, þá er hætt við því að okkur sé sama hvert um annað! 
Ég tel að einmitt óþjóðhollustan hafi skapað þotuliðið og fjárglæfrafólkið sem hefur aðskilst og fjarlægst þjóðfélagið og stefnir nú tilveru okkar sem þjóðar í bráða hættu, eins og þú hefur svo oft komið inná.  Það hefur semsé stokkið úr sameiginlegum þjóðarbátnum og rær því ekki sömu árum og við!  Það er annað fólk sem fer í aðra átt en við Íslendingar!
Ögmundur! Það er þetta óþjóðlega fólk sem hefur sýkst af tvískinungi og græðgi! Það er þetta óþjóðlega fólk sem hefur stofnað til einkavinavæðingarinnar! Það er þetta óþjóðlega fólk sem rænir og rífur niður eignir íslenska samfélagsins sér til einkagróða!  Það er þetta óþjóðlega fólk sem hefur aðskilist og fjarlægst íslensku þjóðina og finnur ekki til með þeim sem minna mega sín í þjóðfélaginu! Og,,, þetta er ekki bara á einu sviði Ögmundur!  Sem þjóðlegur, góður og greindur maður, þá veit ég að þú veist hvað ég er að fara!
Úlfur