Fréttir frá Hollandi þess efnis að Maxime Verhagen, utanríkisráðherra landsins, hafi reynt að beita íslensk stjórnvöld þrýstingi í Icesave málinu vekja upp ýmsar áleitnar spurningar.
Í sambandi við þessa grein, http://www.ogmundur.is/annad/nr/4663/ þá hefði nú Ögmundur betur spurt sig þessara spurninga áður en hann samþykkti að sækja um aðild að ESB.
Ég prísa mig sæla að vita af Jóni Bjarnasyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra í ríkisstjórn. Ég vil ekki sjá Evrópusambandsaðild en er örlítið rórra að vita af okkar góða ráðherra í stafni.
Ég tek fullkomlega undir með Hafsteini í lesendabréfi þar sem hann lýsir vanþóknun á árásum Igibjargar Sólrúnar Gísladóttur, fyrrverandi formanns Samfylkingarinar, á Jón Bjarnason, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.