12.07.2009
Ögmundur Jónasson
Helgi Guðmundsson skrifar umhugsunarverðan pistil í "frjálsum pennum" hér á síðunni þar sem hann gerir að umtalsefni þá ótrúlegu bíræfni "kaupenda" Landsbankans og Búnaðarbankans að fá lánaða peninga hver hjá öðrum til kaupanna - peningalán sem síðan voru aldrei að fullu greidd!. Fréttir úr fjármálaheiminum eru ekki allar jafnglæsilegar nú um stundir og ástæða til að við sameinumst um að sýna aðhald og standa samfélagsvaktina.