Fara í efni

FRÁBIÐ VETTLINGATÖK

Kæri Ögmundur..... Hvernig stendur á því að ekki er búið að upplýsa fyrir þjóðinni hvað hún fær fyrir rafmagnið sitt til erlendrar stóriðju?  Hvað hún fær fyrir leigu á landi undir erlendu stóriðjuna og í opinber gjöld, skatta og tolla?  Hvernig Kárahnjúkamálið ALLT stendur með kostnaði, lánum og vöxtum, svo á móti arði af Kárahnjúkaframkvæmdinni! . . Það verður að ónýta alla viðskiptaleynd í landinu með lögum, sem mér vitandi hefur aldrei verið viðhöfð á Íslandi fyrr en glæpamennirnir fundu hana upp samkvæmt erlendri fyrirmynd og túlkun, til að hylma yfir misferli sítt og jafnvel glæpi! Hver veit?  Engin veit neitt!   Þetta eru mál sem VG hefur alltaf sett á oddinn, en nú steinþegið þið, þegar þið getið gert eitthvað við því!  Hvernig stendur á þessum tvískinnungi Ögmundur? . . Eins get ég engan vegin verið sammála Gylfa Magnússyni viðskiptaráðherra, að ekki sé hægt að snúa við ákvörðun bankamanna að lána sjálfum sér, vinum og vandamönnum, tugi ef ekki hundruð milljarða króna rétt fyrir hrunið, og jafnvel þurrka sumar skuldirnar út án greiðslu.  Sumar afborganir og skattar eiga jafnvel ekki að eiga sér stað fyrr en eftir dauðadag lántakandans!  Hvað heldur þú að Eva Joly og annað fullvita fólk sem er að reyna að hjálpa okkur, haldi um svona háttarlag? . . Annað hneyksli er að það er ekki búið að hneppa einn einasta glæpamann í fangelsi og hafa af honum illa fengið þýfi, ekki einu sinni til yfirheyrslu, að mér skilst.

NAUÐUNG

„Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins "sömdu" okkur út í hafsauga í Icesave deilunni síðastliðið haust. Ýmsir lögfræðingar og þjóðréttarfræðingar hafa alla tíð sagt að ekki hafi verið um eiginlegan samning að ræða heldur yfirlýsingu sem þvinguð var fram á upplausnarstundu - auk þess sem hún byggði ekki á lýðræðislegum vilja.

ALLAR UPPLÝSINGAR VERÐA AÐ KOMA FRAM

Sæll Ögmundur.. Það er alveg rétt sem þú skrifar að nú ríður á að hver þingmaður skoði samvisku sína í Icesave málinu.

AFTURHALDSÖFL?

Ég var að horfa á sjónvarpsfréttir og velti því fyrir mér hvert ykkar gengur lengst í afturhaldsátt, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, ríkisstjórnin eða svokallaðir  "aðilar vinnumarkaðar".
ÞÖRF LESNING FYRIR AGS, GYLFA OG BJARNA

ÞÖRF LESNING FYRIR AGS, GYLFA OG BJARNA

Allsérstæð umræða hefur farið fram að undanförnu um samhengið á milli ofurvaxta Seðlabankans og niðurskuðrar á ríkisútgjöldum.

ÓLIKT HAFAST ÞEIR AÐ

Maður er nefndur Steen Bagger, ættaður af Sjálandi þar sem heitir Danmörk. Var hann danskur útrásarvíkingur með tilhneigingu til að færa bókhald fyrirækis síns liðlega.

EKKI FÓRNA ICESAVE FYRIR ESB

Sæll Ögmundur,. Sem kjósandi VG langar mig að hvetja þig til að samþykkja ekki Icesave-samninginn. Bendi á grein Jóns Helga, 11 firrur um Icesave.

HUGSUM TIL FRAMTÍÐAR

Samkvæmt nýjustu tölum frá Vinnumálastofnun hefur atvinnuleysi meðal kvenna aukist um 2,9% en minnkað um 3,8% meðal karla.
MEÐ ÞJÓÐARHAG AÐ LEIÐARLJÓSI

MEÐ ÞJÓÐARHAG AÐ LEIÐARLJÓSI

Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins "sömdu" okkur út í hafsauga í Icesave deilunni síðastliðið haust. Ýmsir lögfræðingar og þjóðréttarfræðingar hafa alla tíð sagt að ekki hafi verið um eiginlegan samning að ræða heldur yfirlýsingu sem þvinguð var fram á upplausnarstundu - auk þess sem hún byggði ekki á lýðræðislegum vilja.. Síðan hefur verið reynt að ná betri niðurstöðu.

STYÐ RÍKISSTJÓRNINA

Ríkisstjórnin verður fyrir gagnrýni þessa dagana. Hitt megið þið þó vita, að þótt við gagnrýnum ykkur mörg hver, og ég er í þeim hópi, þá styð ég ykkur til allra góðra verka.