Fréttir frá Hollandi herma að Hollendingar fari mikinn í fjölmiðlum þessa dagana um Icesave. Tilefnið eru rogginheit ríkisstjórnarinnar þar í landi yfir að hafa landað hagstæðum samningi við Ísland.
Ég sé að ríkisstjórnin er búin að skipa nefnd, heitir nefndin eftir gömlum fréttaþætti á Stöð 2, 20/20. Í nefndinni - „20/20 - Sóknaráætlun fyrir Ísland“ - er einn fyrrverandi bankaráðsmaður Landsbankans.
Nokkuð hefur verið deilt um það hvort Íslendingum beri að greiða lágmarksskuldbindingar gagnvart innistæðueigendum í bönkum sem kveðið er á um í tilskipunum Evrópusambandsins.
Á sama tíma og útvarp ríkisins messar yfir landslýð um ágæti evrópskrar samvinnu, og á meðan sá Evrópuklúbbur íslenskra háskólamanna, sem sleginn er ESB-styrkjaglýju, útbreiðir fagnaðarerindið, berast skilaboð frá fulltrúum evrópsku stórfyrirtækjasamsteypunnar út til Íslands.
Ögmundur, í þessum pistli sem þú vísar til sem svar við spurningunni um raunsæi og yfirvegun varpar þú fram hentugum spurningum sem þú svo getur á hentugan máta svarað, í pistlinum segir svo: Í ræðu minni á Alþingi í gær gerði ég grein fyrir þessari afstöðu minni.
Nú er þörf á raunsæi og yfirvegun þar sem hagsmunir almennings eru í fyrirrúmi.... Ögmundur,hvar var það raunsæi og sú yfirvegun er varðaði hagsmuni almennings þegar þú greiddir atkvæði með aðildarumsókn að ESB?. Jón Heiðar. . Slæll og þakka þér bréfið.
Ég er ekki endilega með ESB en finnst svo mikkill léttir að samræður skulu loks hafnar! Það átti að gera fyrir 20 árum síðan og koma þjóðinni frá þessari "þráhyggju"! Sjálfstæðisflokkurinn lifði á þessari "hugsýki" þjóðar sinnar og "kvótakerfinu" og "virkjunaráráttu" en nú sér til betri tíma...vonandi? Er alveg hissa á umræðu þjóðar minnar á samningsviðræðum við ESB.